Auð og ógild atkvæði
Vissuð þið að þegar sá sem kemur á kjörstað velur að setja auðan kjörseðil í kassann þá er hann talinn hafa ógilt atkvæðið?
Mér finnst það vanvirðing við þá sem koma og lýsa því yfir að enginn frambjóðandi/framboð höfði til hans og skilar auðu skulu vera taldir hafa skilað ógildu.
Það að mæta ekki á kjörstað er hjáseta. Það að mæta og skila auðu er sterk yfirlýsing um að enginn sem var í framboði sé verðugt atkvæðis.
Það er verðugt baráttumál að fá auð atkvæði talin sérstaklega og að þau hafi áhrif á niðurstöður. Þetta er nefnilega greitt atkvæði.
Hvað segið þið rússneskir lesendur mínir, eruð þið til í að senda bréf til alþingismanna varðandi þetta efni? Skrifa eins og eina grein í blað hver fyrir sig?
Annað mál sem er einnig verðugt er endurskoðun á lögum og reglum um hjólreiðar. Helst vildi ég hafa ákvæði um að sá sem skiptir á milli götu og gangstéttar að vild sé réttdræpur :)
Þriðja málið er að það verði sérstakar laugar fyrir útlendinga. Já, já, ég veit að móðir mín er færeysk og býr í Danmörk. Þrátt fyrir það vildi ég gjarnan vera laus við útlendinga úr sundlaugum. Þeir eru sóðalegir, virða engan veginn umgengnisreglur og ábendingar starfsmanna og þeirra gesta sem taka að sér að leiðbeina þeim (ég tek skýrt fram að ég yrði aldrei ótilneydd eða að fyrra bragði á útlending og þá kann ég yfirleitt ekkert nema íslensku, ef ég hef heyrn yfirhöfuð). Mér finnst ógeðslegt að sjá stríðsmálaðar konur fara í sund án þess að þvo sér (vil sem minnst hugsa um karlana). Hálfu verra finnst mér svo þegar þær koma rennblautar og standa fyrir framan skápana og sóða allt út. Þá gæti ég myrt, einkum helv. frá Bandaríkjunum og Kanada. Mér er nokk sama um að þar sé allt í felum og ekkert gert nema undir tjaldi. Hér er siðurinn annar og fólk verður bara að haga sér samkvæmt því.
Ég vil frekar vera í laug þar sem vatnið er hreinna og minna af klór en í laug þar sem fólk fer svo óhreint ofan í að klórdælur fara á fullt. Málið er að það eru skynjarar í laugum sem mæla fjölda gerla og svo er sjálfvirk dæling á klór. Á góðviðris dögum er mikið meira af klór en í rigningu og roki. Oh, ég elska að vera í sundi í rigningu. Ég þoli eina og eina íslenska píku sem er flott og heldur að hún verði enn flottari ef hún fer skítug ofan í laugina en ég fyrirlít helv. útlendingana sem eru uppfullir af fyrirlitningu og vanvirðingu gagnvart menningu og siðum Íslendinga.
Jamm, þessi pistill er í boði mín. Ef þjóðfélagið væri fullkomið væru sérstakar laugar fyrir útlendinga (bara svo það sé alveg skýrt), lög og reglur þar sem hjólreiðamenn væru réttdræpir ef þeir skipta eftir behag milli götu og gangstéttar og síðast en ekki síst þá væru auð atkvæði talin sérstaklega.