My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, January 24, 2019

Þökk sé

Í morgun, þegar ég kom inn eftir gjöfina þá.
Þá horfði ég út aftur og gekk á alla glugga.
Ég uppgötvaði að það hafði verið nær því logn í fleiri daga og snjórinn liggur því á trjám og gróðri eins og hann féll.
En svo leið á daginn og það byrjaði að bæta í vind.
Nú blæs af þökum, þessum háu sem ég sé en bílarnir hér á planinu sem hafa staðið kyrrir frá því í haust eru enn þaktir snjó.
Skafrenningur er ótrúlegt fyrirbæri.
Meðan ég er innandyra þá horfi ég og fer að gera annað.
Þegar ég er úti þá er áhugavert að sjá hvar dregur í skafla og hvar strengir myndast.
Hins vegar, þegar ég er bílstjóri þá bölva ég og reyni að stytta ferðina eins og hægt er. Sérstaklega ef ég er innanbæjar.

En sko, ég vona að það lægi hið fyrsta. Að vindurinn verði aldrei mikill. Að það verði auðvelt að fara um seinni part dags því þá verð ég á ferðinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home