My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, September 18, 2018

Ný vika

Í dag er mánudagur, þá byrjar ný vika.
Í gær var sunnudagur, hinn sjöundi dagur og jafnframt hvíldardagur. Vikunni lauk þá.

Hvaðan kemur sá siður að flest dagatöl hafa sunnudag sem fyrsta dag vikunnar á meðan dagbækur hafa mánudag þann fyrsta?

Þessi vikan verður fremur stutt. Skilið á þann veg að ég verð ekki í vinnu á föstudeginum. Hins vegar verður hún í lengri kantinum þar sem ég fer á fund að kvöldi þriðjudags, undirbý mig fyrir hann í kvöld. Svo verð ég í hreyfingu að kvöldi miðvikudags.

Hvað er það sem gerir viku, dag, ár, mánuð, dagspart, langa/n? Eru það klukkustundirnar sem varið er í misáhugaverð verkefni eða er það þyngd verkefnanna? Ég veit að ég hef gaman af að fara á fundinn og nærist á honum um leið og ég læri sitthvað nýtt. Ég veit líka að undirbúningurinn er mér mikilvægur. Þá er deginum ljósara að hreyfingin á miðvikudagskvöldið er mér nauðsynleg og kær.

Nú ætla ég að halda áfram að þýða spil sem heitir Bluff á þýska frummálinu. Ég leita að íslensku orði. Gæti verið blöff, að blöffa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home