Orð og notkun þeirra
Orð og notkun þeirra
Ég vinn við að þýða texta (vörulýsingar) af ensku, dönsku og þýsku yfir á íslensku. Ein lýsing á frönsku hefur slæðst með.
Stundum finnst mér ég hafa notað þekkingu mína á íslensku og orðum svo mikið að ekkert sé eftir. Galtómt.
Þá fer ég í sund. Horfi á Keili. Hlusta eftir niðnum á Kringlumýrarbrautinni. Fer í garðinn, sé framtíðina fyrir mér um leið og ég dáist að núinu.
En í þessari vinnu, eins og öllum hinum sem ég hef sinnt, gerist það að ég verð nörður, hugsa of mikið, velti mér upp úr vinnunni meira en góðu hófi gegnir.
Nei, nei ég er enn jafnblind á boðhátt og germynd, skildagatíð og margt slíkt sem ég hef aldrei náð.
Ég horfi og hlusta á nýjan hátt. Les og skrái hjá mér. Horfi á myndir með minnsblað mér við hlið (í höndunum í stað spila).
Í LEGO er mikið um farartæki, fyrir láð og lög. Þyrlur, þyrilvængjur og eitthvað fleira. En orðið fastvængja hefur aldrei komið fyrir þar. Ég rakst á orðið í skrifum um sjúkraflutninga (ég er enn með hugann við hvað gæti styrkt heilsugæslu víða um land). Þar var sagt þyrlur og fastvængjur.
Ég gúgglaði, leitaði og fann. Allir sem sjá sig sem sérfræðinga og skrifa um sjúkraflutninga þekkja orðið fastvængjur. Ég held, eftir að hafa lesið meira en mig hefur nokkru sinni langað af sérfræðitexta um sjúkraflutninga, að fastvængja sé flugvél svona eins og Ernir, Icelandair, WOW, Mývatnsflug og fleiri nota - sem sagt með fasta vængi. Svo eru til þotur, þrýstiskrúfur og sitthvað fleira en vængirnir eru fastir.
Jæja. Ég skrifa texta sem aðrir semja.
Öðruvísi mér áður brá.
Þá skrifaði ég:
http://www.bbl.is/frettir/skodun/brothaett-byggd-%E2%80%93-tharf-ad-halda-thessu-ollu-i-byggd/17014/
Svo skrifaði ég þegar ég var orðin þreytt og sá fram á að vera að hætta:
http://www.bbl.is/frettir/skodun/brothaettar-byggdir--bitlaust-verkfaeri/16985/
Nú er ég meira í svona:
https://a4.is/product/veidispil-med-litum-1#veidispil-med-litum-1
https://a4.is/product/fotur-likan#fotur-likan
0 Comments:
Post a Comment
<< Home