Einmunatíð, og þó
Hvað er einmunatíð?
Er það þegar stillt og bjart er dag eftir dag? Er það þegar gott færi er? Er það þegar frýs á auða jörð svo margir fletir eru með klakabunka með tilheyrandi kali og ólykt. Það er svo skrítið að það er meira mál þegar íþróttavellir kala illa og skólalóðir eru einn svellbunki en þegar þeir fáu bændur sem eftir eru á landinu mæðast yfir kali í túnum.
Ég var í fimmtugsafmæli hjá systursyni mínum, í gær. Skrítið að elsta systkinabarnið skuli vera orðið fimmtugt, svo fjölgar þeim ört næstu árin. Eins gott að þau hin viti ekki það sem ég veit.
Jólarósin heldur blómstrinu, er lögst út af, líklega vegna kulda.
Svo var sólarlagið langt í frá eitthvað til að skammast sín yfir. Undanfarna daga hefur verið góð spá fyrir norðurljós. Við höfum nokkrum sinnum farið upp fyrir Hafravatn en ekkert séð nema ótrúlega flott tungl og margar stjörnur. Kannski höfum við verið of snemma á ferðinni, hvað með það. Fullt tungl og stjörnubjart í logni er lítið til að fúlsa við.
Er það þegar stillt og bjart er dag eftir dag? Er það þegar gott færi er? Er það þegar frýs á auða jörð svo margir fletir eru með klakabunka með tilheyrandi kali og ólykt. Það er svo skrítið að það er meira mál þegar íþróttavellir kala illa og skólalóðir eru einn svellbunki en þegar þeir fáu bændur sem eftir eru á landinu mæðast yfir kali í túnum.
Ég var í fimmtugsafmæli hjá systursyni mínum, í gær. Skrítið að elsta systkinabarnið skuli vera orðið fimmtugt, svo fjölgar þeim ört næstu árin. Eins gott að þau hin viti ekki það sem ég veit.
Jólarósin heldur blómstrinu, er lögst út af, líklega vegna kulda.
Svo var sólarlagið langt í frá eitthvað til að skammast sín yfir. Undanfarna daga hefur verið góð spá fyrir norðurljós. Við höfum nokkrum sinnum farið upp fyrir Hafravatn en ekkert séð nema ótrúlega flott tungl og margar stjörnur. Kannski höfum við verið of snemma á ferðinni, hvað með það. Fullt tungl og stjörnubjart í logni er lítið til að fúlsa við.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home