My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, January 23, 2014

Slyddusnjór - eða þannig

Í morgun gerði ég það sem ég geri helst aldrei. Ég hafði kveikt á útvarpi og heyrði dágóðan part af þætti sem er á gömlu gufunni milli sjö og átta. Ég hef oft undrast hvers vegna sendir eru út tveir kjaftaþættir milli sjö og átta. Mér að meinalaustu mættu rásir ríkisútvarpsins vera sameinaðar milli sex og tíu, á þeim tíma eru nákvæmlega eins þættir, kjaftavaðall, vandræðalegt spjall og skrítnir hlátrar eða fliss.

Í morgun fræddist ég þó um að snjókoman í gærkvöldi hafi verið slyddusnjór sem myndi hverfa fljótt þegar hlýnaði. Æ, hvers vegna þagði aumingja konan ekki og spilaði tónlist í staðinn eða hafði þögn.
Það væri smart að útvarpa þögn á þessum tíma. Ég væri alveg til í að minn skattpeningur sem er eyrnamerktur ríkisútvarpinu færi í að útvarpa þögn.

Í tilefni að þessum pirringi tók ég mynd af þeim snjó sem eftir er, um hádegi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home