My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Saturday, January 18, 2014

Helgi

Nú er helgi og allt er gott. Við njótum lífsins. Gætum þess að hneykslast til skiptis svo annað geti verið fordómafullt á meðan hitt glattar út og er víðsýnt og sanngjarnt.
Umræðuefni morgunsins var þorramatur og auglýsingar þar um. Í því tilefni hneykslaðist Sigmundur og tók vini og vandamenn sér til stuðnings. Ég gerði mitt besta til að vera víðsýn og setti mig í spor þess sem rekur kjötborð.
Aftur á móti vorum við sammála um slóðaskap okkar Íslendinga og hve við umgöngumst sannleikann frjálslega þegar innihald og uppruni matvæla er annars vegar.
Verkfærðistofan Verkís er að flytja í Ofanleiti 2. Það fylgir heilmikið af dóti. Ég sem hélt að verkfræðistofa væri þekkingarfyrirtæki og að mannskapurinn tæki mest plássið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home