My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, January 09, 2014

Enn af tónlist

Í gær hlustaði ég á diskinn Louis Armstrong Swing your cats. Það er alltaf gaman að rifja upp kynni af jazz. Nú er Guld&Grönne Skove í loftinu, Kim Larsen í góðu formi. Einu sinni fór ég á tónleika með honum, í Danmörku. Stóð á leikvangi í fleiri klukkutíma. Var alveg búin á því. Þó ég hafi gaman af honum þá er ég hætt að fara á tónleika sem eru svona, standa, vera úti, vera í þröng eða svo mikill hávaði að höfuðið fer alveg í rugl.

Nú er hávetur, rétt vika búin af nýju ári. Það er mikið rætt og skrifað um færð, hálku, vetrarþjónustu. Hvað er Vegagerðin að hugsa? Getur það verið að við eigum að sætta okkur við að það geti verið erfitt að komast milli staða eða að það þurfi sérbúna bíla og kunnáttu í vetrarakstri? Hvað með útlendingana? Getur verið að þeir verði að sætta sig við það sem Íslendingar hafa búið við?

Skynsamlegast væri að loka aðgengi að Gullfossi og Geysi í þrjá til fjóra mánuði á ári, yfir vetrartímann. Kannski einnig að vori þegar frost fer úr jörðu. Líklega mætti heimfæra þetta upp á fleiri staði.

Ég hef þá trú að meira að segja útlendingar skilji að það er munur að ferðast um landið eftir því hvaða árstíð er. Kannski eru margir Íslendingar sem skilja það ekki.

Ég gef fuglum, í vetur hefur ein gæs sótt í fóðrið. Ég er alveg viss um að það er alltaf sama gæsin, annars væri flokkur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home