Hrós og endurgjöf
Nú fæ ég hrós og aðra endurgjöf í hvert sinn sem ég birti skrif á vefnum.
Lítið veit ég hvaðan það kemur, allt á ensku, ekkert nafn. Það kemur varla frá Rússlandi því þeir sem lesa skrif mín eru nú á Bretlandi og í Bandaríkjunum.
Ég viðurkenni að mér hlýnar um hjartaræturnar, það er sjaldan sem mér er hrósað svona. Meira að segja Barðis segir fátt þó honum sé yfirleitt vel við mig.
Nú ætla ég út, kannski rignir, hugsanlega er þurrt. Það er sama. Ég er í regngalla frá hvirfli til ökkla.
Lítið veit ég hvaðan það kemur, allt á ensku, ekkert nafn. Það kemur varla frá Rússlandi því þeir sem lesa skrif mín eru nú á Bretlandi og í Bandaríkjunum.
Ég viðurkenni að mér hlýnar um hjartaræturnar, það er sjaldan sem mér er hrósað svona. Meira að segja Barðis segir fátt þó honum sé yfirleitt vel við mig.
Nú ætla ég út, kannski rignir, hugsanlega er þurrt. Það er sama. Ég er í regngalla frá hvirfli til ökkla.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home