My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, November 01, 2012

Nóvember

Fyrsti dagur nóvember. Mánuðurinn heilsar með kulda og roki. Einnig fallegri birtu og snjóföl. Þá færði nóvember mér Pöllu að norðan. Líklega hitti ég hana aftur um miðjan mánuðinn.
Hvað er hægt að hugsa sér það betra. Spjall, te og spjall við kæra vinkonu og systur.

Ég sé fyrirsagnir á vefnum. Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár. Talsmaður bænda segir að þá sé fótunum kippt undan búskap.

Ok, ok. Ég nenni vart að lesa um hvað málið fjallar. Á að banna lausagöngu sauðfjár eða alls búfénaðar. Mér er slétt sama. Við erum svo arfavitlaus.

Umhverfisráðherrann, Svandís Svavarsdóttir, er umhugað um landið og náttúruna. Þess vegna lætur hún eyða  óæskilegum útlendum gróðri með eitri. Þess vegna leggur hún til að búfénaður bíti heimahaga. Á sama tíma hef ég ekkert séð um að hún vinni að því að umferð um landið minnki. Hvorki umferð gangandi, hjólandi, akandi eða þeirra sem ferðast um á hestum. Það er all mikil ánauð þegar allt að milljón ferðamenn koma hingað. Það er all mikil ánauð þegar farið er í hestaferðir, oft með marga til reiðar, um slóðir sem fáir sem engir hafa ferðast um fyrr nema gangandi. Það er all mikil ánauð þegar gengið er með stafi, mosinn tættur og þunnur svörður allur gataður.

Nú þegar eru íbúar Íslands líklega um sex sinnum fleiri en þeir voru flestir á velmektardögum fyrri alda.

Á að taka ofan fyrir umhverfisráðherra sem talar fyrir eiturhernaði?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home