My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Sunday, October 07, 2012

Október

Alveg mánuður frá því ég skrifaði síðast á þessa síðu.
Hef oft ætlað að skrifa en alltaf fundið mér annað að gera. Afleiðingar eru að ég er með marga pistla í höfðinu sem velta hver um annan þveran og vilja koma fram.
Margir merkilegir með afbrigðum eins og sá um þá staðreynd að ég þekki fá örnefni í Reykjavík. Þegar ég horfi á Esjuna þá sé ég fjall en engin örnefni. Ég er búin að láta leitarvélar renna nokkrum sinnum í gegnum upplýsingar með slóð í líkingu við örnefni í Esjunni. Mig minnir nefnilega að SPRON hafi gert kort og jafnvel pésa um Esjuna. Finn það hvergi. Nú liggur við að mér þyki verst að það hafi horfið með SPRON.

Annar merkilegur pistill er um garðrækt og haust. Það eru allar líkur á að kristþyrnirinn verði fagur með afbrigðum. Mikið af rauðum berjum. Ég velti fyrir mér, ætti ég að klippa af og geyma í skreytingu eða skreyta strax eða bíða þar til að ári eða lengur. Ef ég geymi, hvernig ætti ég að varðveita svo litirnir haldist?

Þriðja undrið er um hreyfingu og brennslu. Mér er sagt (ég hef bæði lesið og heyrt) að þeir sem stunda líkamsrækt í 30 mínútur brenni meira en þeir sem eru virkir í 45 mínútur (í einu). Því grennast þeir sem hreyfa sig í 30 mínútur samfellt meira en þeir sem puða í 45 mínútur. Ég hef auðvitað mínar skýringar á því.
Ef ég hreyfi mig í 45 mínútur samfellt þá er ég nokkuð góð með mig og hef litla hvöt til að ná púlsinum upp oftar yfir daginn. Ef ég hreyfi mig í 45 mínútur samfellt þá er ég sátt og borða meira. Ef ég hreyfi mig í 45 mínútur samfellt þá eyði ég orku sem ég hefði annars haft til að taka mínútur hér og þar.
Sá sem hreyfir sig í 30 mínútur á enn heilmikið eftir af orku og hefur safnað orku. Einnig finnst honum að hann eigi eftir nokkrar mínútur í hreyfingu þannig að dansspor eða auka hringur er lítið mál. Þá hefur hann færri ástæður til að verðlauna sig því 30 mínútur eru svo sem ekki neitt.

Danssporin, ha, myndbönd með tónlist. Ég er til á einu slíku, gæti verið á þúvarpinu. Að kvöldi föstudags skaust ég út til að safna skrefum. Veðrið var gott, bjart og fagurt. Þar sem ég var á Háaleitisbrautinni töluðu nokkrar stelpur við mig. Spurði hvort ég vildi dansa með þeim? Ein tæki upp. Þær sýndu mér sporin. Ég réð við það, þykjast vera á hesti og sveifla línu. Svo við dönsuðum (og ég safnaði sporum). Á laugardaginn skildi ég að ég hefði tekið þátt í æði sem nú tröllríður Suður-Kóreu það er Gangnam Style.
Hérna er slóð fyrir þá sem hafa enga hugmynd um hvað Gangnam er http://www.youtube.com/watch?v=60MQ3AG1c8o&feature=related
Tek fram að ég er ekki á myndbandinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home