Svo margt en þó fátt
Ég er nokkuð viss um hver andlátsorð mín verða.
Íris, írisarnir, fúksía, fúksíurnar.
Svo mörg verða þau orð :) Hvorki fleiri né færri.
Ég gerði sultu úr sítrónum. Sultan varð marmelaði. Næst sker ég sneiðarnar smátt, í uppskrift var sagt sneiða sítrónuna þunnt, ekkert minnst á að þverskera eða tvískera í það minnsta eftir það. Í uppskriftinni var sagt að gott væri að setja örlítinn engifer en ég sleppti honum. Ég ætlaði en fann hvergi sultaðan og nennti ekki í sérbúðir. Svo var örlítil tillitssemi við Simma, hann er lítið fyrir engifer.
Ég gerði mína tillögur að hjónabandssælu, minnug þess sem Guðbjörg Theodórs segir, hafa nóg af smjörlíki og sultu. Ég hef tvö egg, tvöhundruð grömm af smjörlíki, tvö hundruð grömm sykur, hundrað grömm hveiti, hundrað grömm valhnetur, hundrað grömm kókosmjöl og hundrað grömm haframjöl. Fullt, fullt af sultu.
Simmi og Barði fóru í Elliðaárnar, komu heim með tvo. Annar fer í reyk og verður snæddur í vetur. Þá er forrétti á aðfangadag bjargað. Hinn verður grillaður og etinn í kvöld.
Þegar ég fór í Árbæjarlaug fór ég í stutta skrefasöfnun, skrapp rétt út fyrir stíginn og fann fullt af bláberjum. Sum aðeins græn, flest flott og æt. Ég át og safnaði svo skrefum.
Ég hef verið dugleg um helgina, náð mörgum skrefum. Komist að mörgu nýju um Smáíbúðahverfið. Held að Simmi sé ánægður með nýja göngufélagann. Hann var oft dauðleiður þegar ég spurði hvort hann vildi koma út að ganga. Þá mæddist hann alveg þar til hann sagði frá. Í frásögn var allt svo gaman og hann svo mikið fyrir gönguferðir og svo heilsusamlegt og, og, og. Allt sem ég heyrði var röfl, tuð, leiðindi og vandræði.
Greyið hefur verið veikt, alveg fárveikur, kvef í nös, verkur í höfði, hósti og særindi í hálsi. Einnig hefur hann þjáðst að stórhættulegum sinadrætti. Liggur við að það hafi þurft að fara á bráðamóttöku út af því. Það er vont að vera svona veikur.
Það er svo mikið betra að synda í Árbæjarlaug. Það er svo gaman að vera þar. Stefni á hana þrisvar í viku.
Svo ég gleymi því ekki. Írísarnir eru allir fallnir, koma tvíefldir að ári. Fúksíurnar eru fínar, sérstaklega sú færeyska. Gæti trúað að það þurfi að skipta um mold á hinni (hvað svo sem hún heitir). Ætti ég að leggjast í yrki?
Íris, írisarnir, fúksía, fúksíurnar.
Svo mörg verða þau orð :) Hvorki fleiri né færri.
Ég gerði sultu úr sítrónum. Sultan varð marmelaði. Næst sker ég sneiðarnar smátt, í uppskrift var sagt sneiða sítrónuna þunnt, ekkert minnst á að þverskera eða tvískera í það minnsta eftir það. Í uppskriftinni var sagt að gott væri að setja örlítinn engifer en ég sleppti honum. Ég ætlaði en fann hvergi sultaðan og nennti ekki í sérbúðir. Svo var örlítil tillitssemi við Simma, hann er lítið fyrir engifer.
Ég gerði mína tillögur að hjónabandssælu, minnug þess sem Guðbjörg Theodórs segir, hafa nóg af smjörlíki og sultu. Ég hef tvö egg, tvöhundruð grömm af smjörlíki, tvö hundruð grömm sykur, hundrað grömm hveiti, hundrað grömm valhnetur, hundrað grömm kókosmjöl og hundrað grömm haframjöl. Fullt, fullt af sultu.
Simmi og Barði fóru í Elliðaárnar, komu heim með tvo. Annar fer í reyk og verður snæddur í vetur. Þá er forrétti á aðfangadag bjargað. Hinn verður grillaður og etinn í kvöld.
Þegar ég fór í Árbæjarlaug fór ég í stutta skrefasöfnun, skrapp rétt út fyrir stíginn og fann fullt af bláberjum. Sum aðeins græn, flest flott og æt. Ég át og safnaði svo skrefum.
Ég hef verið dugleg um helgina, náð mörgum skrefum. Komist að mörgu nýju um Smáíbúðahverfið. Held að Simmi sé ánægður með nýja göngufélagann. Hann var oft dauðleiður þegar ég spurði hvort hann vildi koma út að ganga. Þá mæddist hann alveg þar til hann sagði frá. Í frásögn var allt svo gaman og hann svo mikið fyrir gönguferðir og svo heilsusamlegt og, og, og. Allt sem ég heyrði var röfl, tuð, leiðindi og vandræði.
Greyið hefur verið veikt, alveg fárveikur, kvef í nös, verkur í höfði, hósti og særindi í hálsi. Einnig hefur hann þjáðst að stórhættulegum sinadrætti. Liggur við að það hafi þurft að fara á bráðamóttöku út af því. Það er vont að vera svona veikur.
Það er svo mikið betra að synda í Árbæjarlaug. Það er svo gaman að vera þar. Stefni á hana þrisvar í viku.
Svo ég gleymi því ekki. Írísarnir eru allir fallnir, koma tvíefldir að ári. Fúksíurnar eru fínar, sérstaklega sú færeyska. Gæti trúað að það þurfi að skipta um mold á hinni (hvað svo sem hún heitir). Ætti ég að leggjast í yrki?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home