Afrek
Ég er lítið fyrir íþróttir, horfi afar sjaldan á útsendingar í sjónvarpi, hlusta enn sjaldnar á beinar lýsingar í útvarpi. Fletti hratt yfir íþróttafréttir í blöðum, ef ég sé þær á annað borð. Hlusta aldrei á gamlar lýsingar á kappleikjum eða frjálsum.
Eiginlega er mér alveg sama hvort það er fjallað um íþróttir í fjölmiðlum eða hvort dagskrá riðlast af þeim sökum. Ég er enn svo vel sett að ég get gert annað en horfa á eina eða tvær rásir. Ég fer út, í heimsóknir, tek til, dunda í garðinu, les, legg kapal eða geri eitthvað allt annað þegar íþróttirnar heltaka fjölmiðla.
Þó finnst mér skrítið að það efni sem tekið er upp á unglingalandsmóti UMFÍ er sýnt mörgum mánuðum síðar. Hvers vegna er það ekki sýnt fljótlega og haft á safninu fyrir þá sem vilja sjá aftur og aftur?
Hvers vegna er afrekum íslenskra kvenna sem leika körfubolta gert lægra undir höfði en karla skussunum í landsliðinu í fótbolta?
Hvers vegna er Annie Mist haldið utan við það að vera kjörgeng til íþróttamanns ársins?
Hvers vegna eru áhöld um það hvort sýnt verði frá Ólympíuleikum fatlaðra?
Hvers vegna eru sýndar, endursýndar, margsýndar og fleirsýndar ótrúlega óskemmtilegar mínútur frá fótbolta karla?
Hvar er íslenski kvennaboltinn? Karfa (þar sem þær eru bestar), fótbolti (þar sem þær eru þúsundfalt betri en karlarnir), handbolti (þær leyna á sér þar).
Eiginlega er mér alveg sama hvort það er fjallað um íþróttir í fjölmiðlum eða hvort dagskrá riðlast af þeim sökum. Ég er enn svo vel sett að ég get gert annað en horfa á eina eða tvær rásir. Ég fer út, í heimsóknir, tek til, dunda í garðinu, les, legg kapal eða geri eitthvað allt annað þegar íþróttirnar heltaka fjölmiðla.
Þó finnst mér skrítið að það efni sem tekið er upp á unglingalandsmóti UMFÍ er sýnt mörgum mánuðum síðar. Hvers vegna er það ekki sýnt fljótlega og haft á safninu fyrir þá sem vilja sjá aftur og aftur?
Hvers vegna er afrekum íslenskra kvenna sem leika körfubolta gert lægra undir höfði en karla skussunum í landsliðinu í fótbolta?
Hvers vegna er Annie Mist haldið utan við það að vera kjörgeng til íþróttamanns ársins?
Hvers vegna eru áhöld um það hvort sýnt verði frá Ólympíuleikum fatlaðra?
Hvers vegna eru sýndar, endursýndar, margsýndar og fleirsýndar ótrúlega óskemmtilegar mínútur frá fótbolta karla?
Hvar er íslenski kvennaboltinn? Karfa (þar sem þær eru bestar), fótbolti (þar sem þær eru þúsundfalt betri en karlarnir), handbolti (þær leyna á sér þar).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home