Garður
Um daginn var spáð leiðindaveðri, talað um hvassviðri, ótrúlega mikla úrkomu. Fólk ætti að halda sig heima og gæta að öllu lauslegu.
Ég horfði út í garðinn og hugsaði mitt. Ég vildi frekar njóta lengur. Út fór ég, í blíðu, batt upp blóm, klippti önnur í vasa og færði sum að húsinu, bjó til skjól fyrir þau sem ég gat ekki fært. Svo beið ég og beið eftir vonda veðrinu sem myndi færa mér ótal trampolin og garðhúsgögn frá öðrum og rigningunni sem myndi lemja niður alpaþyrninn og bóndarósina (eiga bæði eftir að blómstra). Meðan ég beið tók ég myndir, bæði inni og úti. Að vísu kom veðrið aldrei en aldrei er of varlega farið sagði nunnan.
Þarna er dalhían komin í hornið ásamt brúðarauga, bellis, rósmarín og sólblómi.
Á myndinni að neðan sést hve írisarnir voru flottir, hjarta lautinantsins í bakgrunni.

Írisar tóku sig vel út á sófaborðinu.
Það voru anemónur á borðinu hjá kaktusnum
Ég horfði út í garðinn og hugsaði mitt. Ég vildi frekar njóta lengur. Út fór ég, í blíðu, batt upp blóm, klippti önnur í vasa og færði sum að húsinu, bjó til skjól fyrir þau sem ég gat ekki fært. Svo beið ég og beið eftir vonda veðrinu sem myndi færa mér ótal trampolin og garðhúsgögn frá öðrum og rigningunni sem myndi lemja niður alpaþyrninn og bóndarósina (eiga bæði eftir að blómstra). Meðan ég beið tók ég myndir, bæði inni og úti. Að vísu kom veðrið aldrei en aldrei er of varlega farið sagði nunnan.
Þarna er dalhían komin í hornið ásamt brúðarauga, bellis, rósmarín og sólblómi.
Á myndinni að neðan sést hve írisarnir voru flottir, hjarta lautinantsins í bakgrunni.
Írisar tóku sig vel út á sófaborðinu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home