My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, July 23, 2012

Humm og humm

Helgin var með ágætum.  Ég snuddaðist heima, eldaði, bakaði, þreif, þvoði, straujaði, saumaði og svo var það garðræktin. Bæði í Neðsta og Ofan. Já, já. Það var kominn tími á snudd. Simmi á fullu í Ofan og þurfti mað og með kaffi. Þvoði gardínur úr Ofan, straujaði og lagfærði sauma. Setti niður í garðinn í Ofan, eini, garðablóðberg og lauka sem ég tók upp þegar ég hreinsaði beð. Þá sáði ég salati og radísum og setti rósmarín og salvíu niður. Í garðinum í Neðsta klippti ég nær alla írisana og setti í vasa. Spáin var svo herfileg að ég bjóst við að þeir myndu fljúga út í veður og vind. Ég klippti líka anemónurnar og setti í vasa. Færði alla potta og kyrnur heim að húsi í var. Svo var lítill vindur og þetta hefði allt getað verið á sínum stað. Nú hefjast flutningarnir miklu, allt úr vari aftur.
Ég er búin að væla um útilegu, alveg síðan ég kom heim af ættarmóti. Ég fæ útilegu um næstu helgi. Þá liggjum við í Ofanleiti þar sem við erum búin að lána franskri fjölskyldu það Neðsta. Já, svona er það. Fyrst við vorum tvöföld bæði laugardags- og sunnudagsmorgun og lágum á gólfinu og teygðum, strekktum og rúlluðum, ákváðum við að liggja á dýnu í Ofanleiti um leið og við leggjum lokahönd á málningu og þrif. Vonandi verðum við iðin í vikunni svo við getum farið í bíó og annað skemmtilegt, svona fyrst við erum í útilegu.
Við skruppum í Hveragerði og keyptum eininn. Alltaf gaman að sjá Hveragerði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home