My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, July 20, 2012

Skref talin og pæld

Nú er ég öll í skrefum. Ég er búin að finna það út að ég vinn kyrrsetu vinnu. Það eru afar fá skref sem ég stíg þegar ég er á vinnustað. Ég hef tekið daga til að finna það út. Nú þarf ég að gera bragarbót þar á. Fara út í hádegi, ganga ca 10-15 mín og ef veðrið er arfavitlaust og ég illa klædd þá eru það stigarnir. Ég á eftir að telja hvað mörg skref eru upp á Réttarholt og til baka, eða litla hringinn, eða Fossvoginn (lítinn og stóran) og svo þann vinsæla, yfir í Safamýrina.
Stóra spurningin er hvort sund sé með þegar skref eru talin. Sigmundur vill fara auðveldu leiðina og heldur því fram. Ég segi nei, það sé stuðið á hælinn sem telur.
Undanfarna daga hef ég unnið í garðinum í Ofanleiti. Ég er öll útbitin á höndum og handleggjum, smábólur sem klæjar í. Nú er það að verða búið og þá fer ég í smáviðvik og annað sem þarf.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home