Af erlendu bergi brotið
Útlend, af erlendu bergi brotið, erlend, af öðrum kynþætti, innflytjandi, landnemi, aðkomumaður.
Allt eru þetta orð sem lýsa því að einhver eða eitthvað er nýtt í umhverfi. Líklega eru til fleiri orð yfir fyrirbærið sem sumir telja þróun til framfara á meðan aðrir sjá svartnætti og stöðnun.
Ég er svo heppin að móðir mín er færeysk. Ég er svo heppin að þekkja marga, konur og karla, sem eru af öðru þjóðerni en íslensku í aðra eða báðar ættir. Ég er líka svo heppin að búa í landi sem var að því ætlað er nær mannlaust fram undir árið 800. Ég er líka svo heppin að þeir sem námu land komu með mörg dýr með sér (kindur, hesta, hunda, ketti, hænsn og svín svo eitthvað sé talið). Þeir komu einnig með fræ og minni dýr sem þykja ómerkilegri eins og lús og rotta.
Í Landnámu segir að við landnám hafi land verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það hefur nokkuð verið rætt og ritað hvað það þýðir. Líklega hefur viðurinn verið hefðbundinn íslenskur birkiskógur, rétt rúmlega mannhæðar hár (muna Palla er mannhæðar há). Allt fram undir 1950 vorum við dugleg við að nýta við sem óx hér til að hita hús, til að fóðra skepnur og til að einangra hús. Við gengum freklega á trén og annan gróður. Landið blés upp, einnig vegna eldgosa, öskufalls og flóða. Gróðurþekjan varð sífellt rýrari og þynnri. Svo fórum við að ræsa fram land. Stórar áveitur líkt og Flóaáveitan gerði Flóann í neðanverði Árnessýslu að því ræktarlega héraði sem nú er. Áveitur voru einnig gerðar í Borgarfirði, Skagafirði og Eyjafirði. Skurðir hér og þar til að veita vatni af landi svo hægt væri að rækta gras eða annað fóður fyrir búpening. Við þetta skertist land sem fuglar og önnur votlendisdýr þurftu. Sumum tegundum fækkaði, aðrar hörfuðu. Nýjar tegundir numu land eða komu í stað þeirra sem fóru.
Með tuttugustu öldinni og ungmennafélags andanum, skátum, samvinnuhreyfingunni og fleiru urðu menn stórhuga. Langaði til að ræka annað en sauðfé og gras. Þá var farið að flytja skipulega inn ýmiskonar gróður, bæði fræ og plöntur. Einnig voru fluttir inn minkar og kanínur. Þá hætti íslenski fjárhundurinn að vera einráður, allskonar tegundir bárust til landsins. Meira að segja önnur kyn nautgripa voru ræktuð á sérstöku búi í Hrísey (liklega Galloway).
Við fögnum ýmsu t.d. litfögrum fuglum sem sumir syngja áheyrilegar en hrafninn. Við fögnum ýmsum gróðri til dæmis hindberjum og kirsuberjum (hindber lifa villt og skríða mikið á meðan kirsuber vilja skjól). Við elskum kanínur sem skjótast um holt og móa en hötum mink sem fer sömu leið. Við erum hughrifin af því að nú eru mörg býflugnabú á landinu en bölvum lúpínu í sand og ösku (þar gerir hún líklega mest gagnið). Við tölum um okkur sem fjölmenningarsamfélag en óttumst að það verði of margir útlendingar miðað við hreinræktaða Íslendinga.
Ef ég væri spurð hvort ég væri andvíg frekari innflutningi landnema af hvaða tagi sem þeir eru þá væri svarið nei. Ef ég væri spurð hvort ég væri fylgjandi því að hingað kæmu tíu þúsund litaðir menn á einu bretti sem yrðu íbúar landsins þá væri ég andvíg því. Ef ég væri spurð hvort ég væri með því að útrýma lúpínu með öllum tiltækum ráðum væri ég harður andstæðingur þess. Ef ég væri spurð hvort ég vildi hreint Ísland í meiningunni Ísland fyrir Íslendinga (karla, konur, skepnur og gróður) væri ég dolfallin yfir vitleysunni.
Allt eru þetta orð sem lýsa því að einhver eða eitthvað er nýtt í umhverfi. Líklega eru til fleiri orð yfir fyrirbærið sem sumir telja þróun til framfara á meðan aðrir sjá svartnætti og stöðnun.
Ég er svo heppin að móðir mín er færeysk. Ég er svo heppin að þekkja marga, konur og karla, sem eru af öðru þjóðerni en íslensku í aðra eða báðar ættir. Ég er líka svo heppin að búa í landi sem var að því ætlað er nær mannlaust fram undir árið 800. Ég er líka svo heppin að þeir sem námu land komu með mörg dýr með sér (kindur, hesta, hunda, ketti, hænsn og svín svo eitthvað sé talið). Þeir komu einnig með fræ og minni dýr sem þykja ómerkilegri eins og lús og rotta.
Í Landnámu segir að við landnám hafi land verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það hefur nokkuð verið rætt og ritað hvað það þýðir. Líklega hefur viðurinn verið hefðbundinn íslenskur birkiskógur, rétt rúmlega mannhæðar hár (muna Palla er mannhæðar há). Allt fram undir 1950 vorum við dugleg við að nýta við sem óx hér til að hita hús, til að fóðra skepnur og til að einangra hús. Við gengum freklega á trén og annan gróður. Landið blés upp, einnig vegna eldgosa, öskufalls og flóða. Gróðurþekjan varð sífellt rýrari og þynnri. Svo fórum við að ræsa fram land. Stórar áveitur líkt og Flóaáveitan gerði Flóann í neðanverði Árnessýslu að því ræktarlega héraði sem nú er. Áveitur voru einnig gerðar í Borgarfirði, Skagafirði og Eyjafirði. Skurðir hér og þar til að veita vatni af landi svo hægt væri að rækta gras eða annað fóður fyrir búpening. Við þetta skertist land sem fuglar og önnur votlendisdýr þurftu. Sumum tegundum fækkaði, aðrar hörfuðu. Nýjar tegundir numu land eða komu í stað þeirra sem fóru.
Með tuttugustu öldinni og ungmennafélags andanum, skátum, samvinnuhreyfingunni og fleiru urðu menn stórhuga. Langaði til að ræka annað en sauðfé og gras. Þá var farið að flytja skipulega inn ýmiskonar gróður, bæði fræ og plöntur. Einnig voru fluttir inn minkar og kanínur. Þá hætti íslenski fjárhundurinn að vera einráður, allskonar tegundir bárust til landsins. Meira að segja önnur kyn nautgripa voru ræktuð á sérstöku búi í Hrísey (liklega Galloway).
Við fögnum ýmsu t.d. litfögrum fuglum sem sumir syngja áheyrilegar en hrafninn. Við fögnum ýmsum gróðri til dæmis hindberjum og kirsuberjum (hindber lifa villt og skríða mikið á meðan kirsuber vilja skjól). Við elskum kanínur sem skjótast um holt og móa en hötum mink sem fer sömu leið. Við erum hughrifin af því að nú eru mörg býflugnabú á landinu en bölvum lúpínu í sand og ösku (þar gerir hún líklega mest gagnið). Við tölum um okkur sem fjölmenningarsamfélag en óttumst að það verði of margir útlendingar miðað við hreinræktaða Íslendinga.
Ef ég væri spurð hvort ég væri andvíg frekari innflutningi landnema af hvaða tagi sem þeir eru þá væri svarið nei. Ef ég væri spurð hvort ég væri fylgjandi því að hingað kæmu tíu þúsund litaðir menn á einu bretti sem yrðu íbúar landsins þá væri ég andvíg því. Ef ég væri spurð hvort ég væri með því að útrýma lúpínu með öllum tiltækum ráðum væri ég harður andstæðingur þess. Ef ég væri spurð hvort ég vildi hreint Ísland í meiningunni Ísland fyrir Íslendinga (karla, konur, skepnur og gróður) væri ég dolfallin yfir vitleysunni.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home