Föstudagur
Yndislegur dagur. Veður milt og rakt. Það stefnir í að hiti dagsins verði yfir tíu stigum. Það er yndislegt, ég verð í garðinum og vökva. Áður en ég fór í vinnu tók ég ofan af fuchsíunni og vökvaði hana vel. Palla systir mín segir að raki að morgun dags geri mikið fyrir jurtir.
Veðurspár gera ráð fyrir hæglætisveðri, lítilli úrkomu og frekar lágum hita.
Er frekar sprungin og hef lítið hugmyndaflug. Eins gott að það eru einungis tveir dagar eftir í sumarfrí. Þegar ég fer í frí ætla ég að gera margt t.d. drolla eins lengi og ég vil, fara það sem mig langar og vera í sundi þegar mig langar. Þetta hljómar nú eins og að þegar ég er í sundi þá hafi ég ekkert farið. Ég velti ýmsu tengdu heilsufari fyrir mér. Klárlega borða ég of mikið, of stóra skammta. Hugsanlega borða ég rangt en held þó að það sé frekar of stórir skammtar en of mikil óhollusta. Ég hreyfi mig alltof lítið, í vetur hreyfði ég mig ekkert í fleiri mánuði. Nú er ég orðin svo þung að ég hef áhyggjur, það hlýtur að skila sér í slakri heilsu. Ég hef verið dugleg að synda. Þegar ég fer í Laugardalslaug syndi ég 600 metra í beit, fer svo í potta og tek 50 metra á bakinu. Árbæjarlaug er milli kílómeters og 1200 metra. Mikið betri laug á allan hátt. Ég er stolt eins og páfi þegar ég næ að synda þar. Nú þarf ég að fara að ganga. Raunverulega að ganga. Ef ég verð góð í sumar og tem mér hreyfingu þá ætti ég að fara vel inn í haust og vetur og halda áfram þar. Best væri ef ég færi í yoga samhliða því þá næ ég teygjum og slökun. Hvernig væri að gera plan til tveggja til þriggja ára. Setja stefnuna, hafa vörður og mælikvarða. Sigmundur fer í æfingar þrisvar í viku og hefur gert í tvö og hálft ár. Hann hefur styrkst allur og er nokkuð stæltur. Ef við minnkuðum bæði skammtana þá myndi hann léttast. Tala ekki um ef hann færi með mér í gönguferðir. Ef ég geri plan ætti ég að hafa eina af vörðunum að ná Sigmundi með mér í gönguferðir?
Elska lífið og ætla inn í helgina með bros á vör. Á sunnudag er 17. júní, sá dagur er í hávegum hafður.
Veðurspár gera ráð fyrir hæglætisveðri, lítilli úrkomu og frekar lágum hita.
Er frekar sprungin og hef lítið hugmyndaflug. Eins gott að það eru einungis tveir dagar eftir í sumarfrí. Þegar ég fer í frí ætla ég að gera margt t.d. drolla eins lengi og ég vil, fara það sem mig langar og vera í sundi þegar mig langar. Þetta hljómar nú eins og að þegar ég er í sundi þá hafi ég ekkert farið. Ég velti ýmsu tengdu heilsufari fyrir mér. Klárlega borða ég of mikið, of stóra skammta. Hugsanlega borða ég rangt en held þó að það sé frekar of stórir skammtar en of mikil óhollusta. Ég hreyfi mig alltof lítið, í vetur hreyfði ég mig ekkert í fleiri mánuði. Nú er ég orðin svo þung að ég hef áhyggjur, það hlýtur að skila sér í slakri heilsu. Ég hef verið dugleg að synda. Þegar ég fer í Laugardalslaug syndi ég 600 metra í beit, fer svo í potta og tek 50 metra á bakinu. Árbæjarlaug er milli kílómeters og 1200 metra. Mikið betri laug á allan hátt. Ég er stolt eins og páfi þegar ég næ að synda þar. Nú þarf ég að fara að ganga. Raunverulega að ganga. Ef ég verð góð í sumar og tem mér hreyfingu þá ætti ég að fara vel inn í haust og vetur og halda áfram þar. Best væri ef ég færi í yoga samhliða því þá næ ég teygjum og slökun. Hvernig væri að gera plan til tveggja til þriggja ára. Setja stefnuna, hafa vörður og mælikvarða. Sigmundur fer í æfingar þrisvar í viku og hefur gert í tvö og hálft ár. Hann hefur styrkst allur og er nokkuð stæltur. Ef við minnkuðum bæði skammtana þá myndi hann léttast. Tala ekki um ef hann færi með mér í gönguferðir. Ef ég geri plan ætti ég að hafa eina af vörðunum að ná Sigmundi með mér í gönguferðir?
Elska lífið og ætla inn í helgina með bros á vör. Á sunnudag er 17. júní, sá dagur er í hávegum hafður.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home