Júní
Yndislegt veður undanfarna daga. Sól, logn og blíða. Nú vantar ekkert nema rigningu eða að konan nenni að vökva. Ég hef verið með garðkönnuna á lofti en látið vera að tengja slönguna.
Líklega gerist það um helgina. Hugsanlega strax í kvöld. Skrítið hve mér finnst lítið áríðandi að vökva, alla vega í ár. Ég hef svo oft staðið á kvöldin og látið bununa leika um runna og tré, slangan svo legið í moldinni og ég hlaupið út og fært til að ná sem jöfnustu dreifingu.
Nú hugsa ég mikið. Ætti sumarbústaðurinn að vera svona umhverfisvænn? Ætti ég að huga að því að safna regnvatni, nýta til að vökva og kannski í klóset? Hvað er umhverfisvænn bústaður? Á þakið að vera grasi gróið? Hvað fleira?
Mér finnst upplagt að velta þessu fyrir mér á meðan ég er ekki einu sinni búin að setja niður eina kartöflu þar. Í það minnsta veit ég að það er of seint að huga að þessum hlutum eftir að allt er komið í gang.
Svo hef ég verið að hugsa um stærðina, ca 450 fermetrar, líklega 200 sem fara í hús og bílastæði (með stéttum og öllu sem fylgir). Eitthvað er af klöpp, þá er það kartöflugarður, svo verður að vera smáflöt til að leika á eða draga það sem verið er að laga út á. Ætli ég hafi ca 50 fermetra til að rækta trjágróður á? Miklar pælingar en ég er ákveðin í að hafa sem minnst gras, læt vera að sá grasfræi. Stéttar eru betri og svo er stutt í leiksvæðið.
Fullorðið fólk þarf ekki grasbala en ungviði þarf þess.
Um daginn fór ég inn á landið af Eyrarbakkavegi. Sá vegur er alveg jafn grófur og sá sem er inn í landinu en hann fer um fallegt land og vel gróið. Áin er alveg við veginn. Þetta er fallegt svæði.
Líklega gerist það um helgina. Hugsanlega strax í kvöld. Skrítið hve mér finnst lítið áríðandi að vökva, alla vega í ár. Ég hef svo oft staðið á kvöldin og látið bununa leika um runna og tré, slangan svo legið í moldinni og ég hlaupið út og fært til að ná sem jöfnustu dreifingu.
Nú hugsa ég mikið. Ætti sumarbústaðurinn að vera svona umhverfisvænn? Ætti ég að huga að því að safna regnvatni, nýta til að vökva og kannski í klóset? Hvað er umhverfisvænn bústaður? Á þakið að vera grasi gróið? Hvað fleira?
Mér finnst upplagt að velta þessu fyrir mér á meðan ég er ekki einu sinni búin að setja niður eina kartöflu þar. Í það minnsta veit ég að það er of seint að huga að þessum hlutum eftir að allt er komið í gang.
Svo hef ég verið að hugsa um stærðina, ca 450 fermetrar, líklega 200 sem fara í hús og bílastæði (með stéttum og öllu sem fylgir). Eitthvað er af klöpp, þá er það kartöflugarður, svo verður að vera smáflöt til að leika á eða draga það sem verið er að laga út á. Ætli ég hafi ca 50 fermetra til að rækta trjágróður á? Miklar pælingar en ég er ákveðin í að hafa sem minnst gras, læt vera að sá grasfræi. Stéttar eru betri og svo er stutt í leiksvæðið.
Fullorðið fólk þarf ekki grasbala en ungviði þarf þess.
Um daginn fór ég inn á landið af Eyrarbakkavegi. Sá vegur er alveg jafn grófur og sá sem er inn í landinu en hann fer um fallegt land og vel gróið. Áin er alveg við veginn. Þetta er fallegt svæði.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home