Systkini ömmu minnar
Amma mín, Pálína Benediktsdóttir frá Viðborði á Mýrum var af svokallaðri Einholtsætt. Sú ætt er langt í frá eins mannmörg og Bergsætt eða Arnardalsætt en hún er ákaflega mannvæn :)
Ég skrifa eins og ég sé af einni ætt, það er svo sem ekkert skrítið því móðurætt mín er í Færeyjum og bæði afi og amma þeim megin dóu löngu áður en ég fæddist.
Ég þekkti föðurforeldra mína lítið, var fimm/sex ára þegar þau dóu, en þau voru svo nærri. Mörg systkini pabba bjuggu í Árnessýslu og svo voru systkini ömmu í Hveragerði og Ölfusi.
Þó amma mín hafi verið úr Austur Skaftafellssýslu þá var frændgarðurinn stór í Hveragerði og Ölfusi. Þau fluttu mörg systkinin þangað og staðfestust.
Amma mín og afi (Einar Sigurðsson frá Slindurholti á Mýrum) bjuggu á Gljúfri (þar fæddist pabbi minn), svo í Helli og síðast í Einholti. Gljúfur er upp við Reykjafjall, sést vel frá Suðurlandsvegi, stór svartur súrheysturn. Líklega væri núna greinarbest að segja að Gljúfur væri rétt hjá Nátthaga en áður var sagt fyrir ofan Gljúfurholt.
Hellir er þar sem nú er Hellisskógur sem Selfyssingar rækta. Bærinn tók nafn sitt af helli sem er í landinu. Hellirinn var notaður fyrir sauðfé og hey, aldrei sem mannabústaður eins og nýjustu sögur hljóða. Hellir er út í Hrísmýrinni fyrir utan á. Einholt er skiki úr landi Hellis. Í dag eiga mörg ættmenni mín skika í Einholti og rækta þar ýmsan gróður.
Ömmu bróðir minn var bóndi á Gljúfri, Sigurður Benediktsson. Eiginlega var Guðný kona hans vinsælli, hún lifði lengur og því voru rammari taugar til hennar. Sigmar sonur þeirra var uppáhaldsfrændinn. Hann giftist seint og hafði því góðan tíma til að atast í börnum.
Tveir bræður ömmu minnar bjuggu í Hveragerði.
Unnar var giftur Valgerði Elíasdóttur náfrænku minni. Þau bjuggu í litlu húsi rétt við hverasvæðið (það var hver í lóðinni). Húsið hét Þórshamar. Ég var stundum geymd hjá þeim, kynntist skáldskap Jóhannesar í Kötlum og fleirum afbragðsskáldum. Dætur þeirra tvær eru Álfheiður og Elsa. Álfheiður er móðir Jóhanns Ingólfssonar stórvinar Sigmundar og Elsa er móðir Valgerðar sem er enn meiri vinkona Sigmundar. Valgerður Elíasdóttir var systurdóttir afa míns. Börn Unnars voru því náskyld pabba og systkinum hans.
Gunnar bjó einnig í Hveragerði. Hann var giftur Valdísi Halldórsdóttur. Það var enginn hver í lóðinni en heldur meiri gróður og svo voru margar, margar, margar bækur til. Hjá þeim kynntist ég töfrum H.C. Andersen, Þumallína var í uppáhaldi, einnig Hans klaufi.
Jónína (Jonna) bjó á Friðarstöðum fyrir ofan Hveragerði. Ég man óljóst eftir henni en þó var mikið farið þangað. Friðarstaðir eru rétt við hverinn Grýlu. Krakkarnir skondruðust með sápu uppeftir, settu sápuna í hverinn og biðu eftir gosi. Við fengum alltaf gúrkur eins og við gátum í okkur látið þegar við komum á Friðarstaði. Líklega hefur það þó einungis verið á sumrin því engar gúrkur voru á vetrum.
Svo var móðir Ingunnar og Siggu Bjarna systir ömmu. Sú bjó á Mýrum sem og fleiri systkini sem ég kynntist ekkert. Ingunn átti heima í sömu götu og við og Sigga var gift Sigga föðurbróður mínum. Þó þekkti ég Þorbjörgu sem var yngst þeirra. Hún bjó á Árbæ með Sigurjóni manni sínum. Ég var tvö sumur í sveit hjá þeim.
Guðjón Benediktsson var í Reykjavík. Ég heyrði einungis af honum og fannst hann merkilegur. Hann var nefnilega harður baráttumaður fyrir réttindum launþega. Ömmubræðra minna er getið í ýmsum ritum s.s. Gúttóslagnum og fleirum þar sem sagt er frá harðvítugri baráttu vinnandi stétta við auðvaldið.
Ég skrifa eins og ég sé af einni ætt, það er svo sem ekkert skrítið því móðurætt mín er í Færeyjum og bæði afi og amma þeim megin dóu löngu áður en ég fæddist.
Ég þekkti föðurforeldra mína lítið, var fimm/sex ára þegar þau dóu, en þau voru svo nærri. Mörg systkini pabba bjuggu í Árnessýslu og svo voru systkini ömmu í Hveragerði og Ölfusi.
Þó amma mín hafi verið úr Austur Skaftafellssýslu þá var frændgarðurinn stór í Hveragerði og Ölfusi. Þau fluttu mörg systkinin þangað og staðfestust.
Amma mín og afi (Einar Sigurðsson frá Slindurholti á Mýrum) bjuggu á Gljúfri (þar fæddist pabbi minn), svo í Helli og síðast í Einholti. Gljúfur er upp við Reykjafjall, sést vel frá Suðurlandsvegi, stór svartur súrheysturn. Líklega væri núna greinarbest að segja að Gljúfur væri rétt hjá Nátthaga en áður var sagt fyrir ofan Gljúfurholt.
Hellir er þar sem nú er Hellisskógur sem Selfyssingar rækta. Bærinn tók nafn sitt af helli sem er í landinu. Hellirinn var notaður fyrir sauðfé og hey, aldrei sem mannabústaður eins og nýjustu sögur hljóða. Hellir er út í Hrísmýrinni fyrir utan á. Einholt er skiki úr landi Hellis. Í dag eiga mörg ættmenni mín skika í Einholti og rækta þar ýmsan gróður.
Ömmu bróðir minn var bóndi á Gljúfri, Sigurður Benediktsson. Eiginlega var Guðný kona hans vinsælli, hún lifði lengur og því voru rammari taugar til hennar. Sigmar sonur þeirra var uppáhaldsfrændinn. Hann giftist seint og hafði því góðan tíma til að atast í börnum.
Tveir bræður ömmu minnar bjuggu í Hveragerði.
Unnar var giftur Valgerði Elíasdóttur náfrænku minni. Þau bjuggu í litlu húsi rétt við hverasvæðið (það var hver í lóðinni). Húsið hét Þórshamar. Ég var stundum geymd hjá þeim, kynntist skáldskap Jóhannesar í Kötlum og fleirum afbragðsskáldum. Dætur þeirra tvær eru Álfheiður og Elsa. Álfheiður er móðir Jóhanns Ingólfssonar stórvinar Sigmundar og Elsa er móðir Valgerðar sem er enn meiri vinkona Sigmundar. Valgerður Elíasdóttir var systurdóttir afa míns. Börn Unnars voru því náskyld pabba og systkinum hans.
Gunnar bjó einnig í Hveragerði. Hann var giftur Valdísi Halldórsdóttur. Það var enginn hver í lóðinni en heldur meiri gróður og svo voru margar, margar, margar bækur til. Hjá þeim kynntist ég töfrum H.C. Andersen, Þumallína var í uppáhaldi, einnig Hans klaufi.
Jónína (Jonna) bjó á Friðarstöðum fyrir ofan Hveragerði. Ég man óljóst eftir henni en þó var mikið farið þangað. Friðarstaðir eru rétt við hverinn Grýlu. Krakkarnir skondruðust með sápu uppeftir, settu sápuna í hverinn og biðu eftir gosi. Við fengum alltaf gúrkur eins og við gátum í okkur látið þegar við komum á Friðarstaði. Líklega hefur það þó einungis verið á sumrin því engar gúrkur voru á vetrum.
Svo var móðir Ingunnar og Siggu Bjarna systir ömmu. Sú bjó á Mýrum sem og fleiri systkini sem ég kynntist ekkert. Ingunn átti heima í sömu götu og við og Sigga var gift Sigga föðurbróður mínum. Þó þekkti ég Þorbjörgu sem var yngst þeirra. Hún bjó á Árbæ með Sigurjóni manni sínum. Ég var tvö sumur í sveit hjá þeim.
Guðjón Benediktsson var í Reykjavík. Ég heyrði einungis af honum og fannst hann merkilegur. Hann var nefnilega harður baráttumaður fyrir réttindum launþega. Ömmubræðra minna er getið í ýmsum ritum s.s. Gúttóslagnum og fleirum þar sem sagt er frá harðvítugri baráttu vinnandi stétta við auðvaldið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home