Erfitt val
Ég er í fríi í dag. Helgin verður því löng, enn og aftur. Næsta vinnuvika verður heilir fimm dagar svo stutt vika og eftir það býst ég við að sumarið sé komið, þá eru allar vikur stuttar, kvöld löng og helgar frábærar.
Ég velti ýmsu fyrir mér. Nú langar mig út í garð en það er kalt, loftið er kalt þó það sé heitara en undanfarið. Þvottakarfan er full og það þyrfti að skipta á rúminu og þvo hlífðarver af púðum.
Ég á erfitt með að ákveða mig. Hvorki garðurinn né þvotturinn fer langt. Líklega hrjáir mig leti og löngun í hita, sól og blíðu.
Jón Magnússon fyrrum alþingismaður, núverandi lögfræðingur og félagi í ýmsum samtökum hefur skrifað um greiðslur til hælisleitenda, ólöglegra innflytjenda og borið saman við greiðslur til þeirra sem eru á lífeyri og án atvinnu. Viðbrögðin eru all svakaleg. Hann er úthrópaður, raunverulega fyrir það eitt að skrifa sannleikann.
Á snjáldurskinnu er ég vinur einnar frænku minnar sem ég þekki lítið sem ekkert í raunheimi. Ég veit hver hún er, við hvað hún vinnur og hver áhugamál hennar eru. Einnig veit ég að hún er í undirbúningsnefnd fyrir mót afkomenda föðurafa míns og ömmu. Í dag setti hún inn hlekk, viðtal við Janne Sigurðsson forstjóra Alcoa á Reyðarfirði. Frænka mín vakti athygli á að Janne segist hvorki vera karl né kona heldur Janne. Það voru komnar nokkrar athugasemdir við þetta. Allar í þá veru að annað hvort er mannskepnan karl eða kona. Ég setti inn athugasemd og benti á að svar færi eftir spurningu og ef samhengið er slitið þá getur svarið verið skrítið.
Eftir það urðu athugasemdirnar rætnar, farið að tala um að sumir væru hvorki karl né kona og myndin benti til þess að Janne væri ein þeirra. Það fannst mér sárt. Stundum hef ég, þegar mér ofbýður umræðan, aftengt vináttu. Mig langar að gera það núna.
Ég velti ýmsu fyrir mér. Nú langar mig út í garð en það er kalt, loftið er kalt þó það sé heitara en undanfarið. Þvottakarfan er full og það þyrfti að skipta á rúminu og þvo hlífðarver af púðum.
Ég á erfitt með að ákveða mig. Hvorki garðurinn né þvotturinn fer langt. Líklega hrjáir mig leti og löngun í hita, sól og blíðu.
Jón Magnússon fyrrum alþingismaður, núverandi lögfræðingur og félagi í ýmsum samtökum hefur skrifað um greiðslur til hælisleitenda, ólöglegra innflytjenda og borið saman við greiðslur til þeirra sem eru á lífeyri og án atvinnu. Viðbrögðin eru all svakaleg. Hann er úthrópaður, raunverulega fyrir það eitt að skrifa sannleikann.
Á snjáldurskinnu er ég vinur einnar frænku minnar sem ég þekki lítið sem ekkert í raunheimi. Ég veit hver hún er, við hvað hún vinnur og hver áhugamál hennar eru. Einnig veit ég að hún er í undirbúningsnefnd fyrir mót afkomenda föðurafa míns og ömmu. Í dag setti hún inn hlekk, viðtal við Janne Sigurðsson forstjóra Alcoa á Reyðarfirði. Frænka mín vakti athygli á að Janne segist hvorki vera karl né kona heldur Janne. Það voru komnar nokkrar athugasemdir við þetta. Allar í þá veru að annað hvort er mannskepnan karl eða kona. Ég setti inn athugasemd og benti á að svar færi eftir spurningu og ef samhengið er slitið þá getur svarið verið skrítið.
Eftir það urðu athugasemdirnar rætnar, farið að tala um að sumir væru hvorki karl né kona og myndin benti til þess að Janne væri ein þeirra. Það fannst mér sárt. Stundum hef ég, þegar mér ofbýður umræðan, aftengt vináttu. Mig langar að gera það núna.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home