Matur
Ég hef lengi pælt í mat og því sem ég kaupi og set í potta. Lengi vel var ég viss um að meginhluti þess sem ég hafði í matinn var fyrsta flokks beint úr sjó eða af landi, veitt af Badda. Kartöflur, sulta og fleira ræktað af okkur. Ber týnd og fryst eða sultuð. Eggin komu frá Engilbert á Bakka eða tekin úr hreiðri bjöllunnar. Slátur gert heima, hrossakjöt saltað. Lambakjöt keypt í heilum skrokkum og sagað í kaupfélaginu eða Einarsbúð. Þá var lítið talað um að best væri að matar væri aflað innan ákveðins radíuss frá heimili. Þá var lítið talað um að njóta á meðan verið væri að útbúa mat og borða.
Nú er í tísku að lifa því matarlífi sem ég bjó lengi við og þótti gamaldags. Nú heitir það slow food og matur úr héraði. Lífræn ræktun hefur bæst við. Gríðarlegar upplýsingar um varasöm efni liggja fyrir. Þegar ég fer í búðir og kaupi þá sækir efi að mér. Ég sæti mat lítið, baka lítið, borða lítið af kexi, lítið af brauði, eiginlega ekkert af unninni kjötvöru. Mér er sagt að til séu 50 heiti yfir sykur. Sykur sé dulbúinn í flestum matvælum og það þurfi minniskubb til að muna öll heitin. Kornsterkja sé í enn meira af mat. Salt sé í eiginlega öllu sem ég kaupi. Vatn er í flestu. Það er víst illmögulegt að komast hjá því að kaupa ferskan kjúkling, fisk eða hakk án þess að fá vatn, salt og sykur þó efnanna sé ekki getið á umbúðum. Hakk er sjaldan hreint, ég hef það fyrir satt að jafnvel bestu kjötvinnslur setji efni í hakkið.
Þá eru það snyrtivörurnar og þvottaefnin. Paraben, alkóhól, vatn, ilmefni og rotvarnarefni. Vaðandi hreint út um allt. Mér er sagt að margt af því sé nauðsynlegt. Bent á lyktarlausu málninguna sem lyktar eins og fúkki, vil ég bera slíkt krem á mig? Þá hugsa ég um krem með kókos sem eru mikið auglýst. Kókos er snefilefni í vörunni, eiginlega talið upp seinast á eftir paraben og ilmefnum.
Olíur og fita. Hvað á að nota? Smjör er nær því hrein fita (salt og vatn viðbætt) og búið til á Íslandi. Samt sem áður er olíum frá útlöndum haldið stíft að manni einnig kókosolíu (olía sem er í föstu formi allt að ca 37 stiga hita).
Sagt er að hvítur sykur sé óhollur. Það eigi að nota alls konar öðruvísi sykur. Líklega er það vegna þess að hvíti sykurinn er dýrari :) Efnið er eins, ég hef séð að það sé misjafnt hve lengi sykur frásogast en þó hef ég ekkert fast í hendi þar um. Yfirleitt er um tískubylgjur að ræða.
Það sem mér finnst erfiðast er að geta lítið treyst því að ég sé að kaupa hreina afurð, afurð lausa við alls konar efni. Ég nota gleraugu en þyrfti oftast stækkunargler að auki til að lesa lýsingar á innihaldi matvara, snyrtivara og hreinsiefna.
Hvernig litist ykkur á að ég færi að bera smjör á líkamann eftir sund?
Nú er í tísku að lifa því matarlífi sem ég bjó lengi við og þótti gamaldags. Nú heitir það slow food og matur úr héraði. Lífræn ræktun hefur bæst við. Gríðarlegar upplýsingar um varasöm efni liggja fyrir. Þegar ég fer í búðir og kaupi þá sækir efi að mér. Ég sæti mat lítið, baka lítið, borða lítið af kexi, lítið af brauði, eiginlega ekkert af unninni kjötvöru. Mér er sagt að til séu 50 heiti yfir sykur. Sykur sé dulbúinn í flestum matvælum og það þurfi minniskubb til að muna öll heitin. Kornsterkja sé í enn meira af mat. Salt sé í eiginlega öllu sem ég kaupi. Vatn er í flestu. Það er víst illmögulegt að komast hjá því að kaupa ferskan kjúkling, fisk eða hakk án þess að fá vatn, salt og sykur þó efnanna sé ekki getið á umbúðum. Hakk er sjaldan hreint, ég hef það fyrir satt að jafnvel bestu kjötvinnslur setji efni í hakkið.
Þá eru það snyrtivörurnar og þvottaefnin. Paraben, alkóhól, vatn, ilmefni og rotvarnarefni. Vaðandi hreint út um allt. Mér er sagt að margt af því sé nauðsynlegt. Bent á lyktarlausu málninguna sem lyktar eins og fúkki, vil ég bera slíkt krem á mig? Þá hugsa ég um krem með kókos sem eru mikið auglýst. Kókos er snefilefni í vörunni, eiginlega talið upp seinast á eftir paraben og ilmefnum.
Olíur og fita. Hvað á að nota? Smjör er nær því hrein fita (salt og vatn viðbætt) og búið til á Íslandi. Samt sem áður er olíum frá útlöndum haldið stíft að manni einnig kókosolíu (olía sem er í föstu formi allt að ca 37 stiga hita).
Sagt er að hvítur sykur sé óhollur. Það eigi að nota alls konar öðruvísi sykur. Líklega er það vegna þess að hvíti sykurinn er dýrari :) Efnið er eins, ég hef séð að það sé misjafnt hve lengi sykur frásogast en þó hef ég ekkert fast í hendi þar um. Yfirleitt er um tískubylgjur að ræða.
Það sem mér finnst erfiðast er að geta lítið treyst því að ég sé að kaupa hreina afurð, afurð lausa við alls konar efni. Ég nota gleraugu en þyrfti oftast stækkunargler að auki til að lesa lýsingar á innihaldi matvara, snyrtivara og hreinsiefna.
Hvernig litist ykkur á að ég færi að bera smjör á líkamann eftir sund?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home