Helgi
Það er yndislegt veður. Í gær var jafnfallinn snjór, logn, bjart og fagur. Eiki átti afmæli. Hann sagði að þetta lýsti samvisku hans vel, hrein sem nýfallin mjöll. Ég taldi að það lýsti hvernig árið hefði verið. Hvorutveggja gott.
Í dag er kaldara en svo fallegt. Snjór hylur lauka, fuglarnir kroppa í fóðrið. Ég vakna seinna en þeir vilja. Þeir vilja fóður um líkt leyti og sólin kemur upp og svo aftur þegar fer að skyggja. Virka daga næst fyrri tíminn. Flesta daga næst seinni tíminn einnig. Um helgar verða þeir að gera sér að góðu að svelta eða leita annað þar til ég fer fram úr.
Við ætlum að gefa út næstu viku, rétt fram yfir jafndægur. Danir segja að ef maður gefi fuglum þá verði að gefa allt árið. Ég hafna því, þeir vilja lítið í görðum á sumrin. Þá er betra að hafa gróður þannig að fræ séu næg að hausti og lítið eitrað svo það séu flugur og lirfur til að höggva í.
Ég hitti Ídu á fimmtudaginn. Við spjölluðum lengi, lengi, afar lengi. Það er svo gaman að hitta hana. Hún hefur skemmtilega sýn á lífið og er svo falleg að utan og innan. Þegar ég hafði kvatt hana þá fór ég í gegnum Stjörnutorg (við hittumst alltaf á Kaffitári í Kringlunni). Þar sá ég Hrefnu. Hana hafði ég ekki séð síðan 1999. Hún hefur ekkert breyst frá því ég kynntist henni 1988, sumarið sem ég leysti hana af í þrjá mánuði í Landsbankanum á Akranesi. Nú er hún hætt að vinna, er í ferðalögum og nýtur lífsins á margan hátt. Frábær kona. Þegar ég gekk inn í Kringluna þá fannst mér ég sjá konu sem ég vissi að er dáin. Fyrr um daginn hafði ég einnig séð mann sem ég vissi líka að var ekki hér á jörðu. Það er skrítið þegar fortíðin og samferðarmenn dragast að manni. Þetta var fólk sem ég kynntist á Akranesi. Einmitt þaðan sem Hrefna er.
Nú sit ég og hlusta á upptökur með Ute Lemper. Við förum í óperuna í kvöld La Boheme. Ute á lítið skylt með óperu en ég gleymi seint tónleikum sem ég fór eitt sinn á með henni (þar sem hún var á sviði). Mig langar aftur. Ég væri til í að fara út í heim gagngert til að hlusta á hana.
Í dag er kaldara en svo fallegt. Snjór hylur lauka, fuglarnir kroppa í fóðrið. Ég vakna seinna en þeir vilja. Þeir vilja fóður um líkt leyti og sólin kemur upp og svo aftur þegar fer að skyggja. Virka daga næst fyrri tíminn. Flesta daga næst seinni tíminn einnig. Um helgar verða þeir að gera sér að góðu að svelta eða leita annað þar til ég fer fram úr.
Við ætlum að gefa út næstu viku, rétt fram yfir jafndægur. Danir segja að ef maður gefi fuglum þá verði að gefa allt árið. Ég hafna því, þeir vilja lítið í görðum á sumrin. Þá er betra að hafa gróður þannig að fræ séu næg að hausti og lítið eitrað svo það séu flugur og lirfur til að höggva í.
Ég hitti Ídu á fimmtudaginn. Við spjölluðum lengi, lengi, afar lengi. Það er svo gaman að hitta hana. Hún hefur skemmtilega sýn á lífið og er svo falleg að utan og innan. Þegar ég hafði kvatt hana þá fór ég í gegnum Stjörnutorg (við hittumst alltaf á Kaffitári í Kringlunni). Þar sá ég Hrefnu. Hana hafði ég ekki séð síðan 1999. Hún hefur ekkert breyst frá því ég kynntist henni 1988, sumarið sem ég leysti hana af í þrjá mánuði í Landsbankanum á Akranesi. Nú er hún hætt að vinna, er í ferðalögum og nýtur lífsins á margan hátt. Frábær kona. Þegar ég gekk inn í Kringluna þá fannst mér ég sjá konu sem ég vissi að er dáin. Fyrr um daginn hafði ég einnig séð mann sem ég vissi líka að var ekki hér á jörðu. Það er skrítið þegar fortíðin og samferðarmenn dragast að manni. Þetta var fólk sem ég kynntist á Akranesi. Einmitt þaðan sem Hrefna er.
Nú sit ég og hlusta á upptökur með Ute Lemper. Við förum í óperuna í kvöld La Boheme. Ute á lítið skylt með óperu en ég gleymi seint tónleikum sem ég fór eitt sinn á með henni (þar sem hún var á sviði). Mig langar aftur. Ég væri til í að fara út í heim gagngert til að hlusta á hana.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home