My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, February 10, 2012

Föstudagur

Í dag er sérkennilegt veður. Þó myndu sumir segja að þetta væri ekta íslenskt vetrarveður. Í dag skaust ég milli húss og bíls. Á sama tíma var haglél, hryðja. Svo mikið að ég hafði á tilfinningunni að bíllinn myndi fyllast rétt á meðan ég skaust í sætið (þó var ég sérlega hraðfara).

Það minnir mig á að Morgunblaðið segir að kuldabylgja gangi yfir Evrópu. Ég hef heyrt og lesið um hitabylgju og kuldakast. Er kuldabylgja til?

Veðurvefir spá kólnandi tíð. Þá bæti ég mold í garðinn. Ég sé að bóndarósin er rugluð, farin að stinga upp kollinum, sú rauða. Sú sem blómstrar hvítu er gætnari. Þær fá þó báðar grein og mold yfir sig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home