Vor á þorra
Enn eitt árið vorar á þorra. Ég er ánægð. Fer út í garð, tek rusl, hlúi að plöntum og læt mig dreyma um sumar og gróður. Ef það verður autt um næstu helgi þá klippi ég runna og fer í Garðheima og læt mig dreyma. Að vísu er hægt að láta sig dreyma í Garðheimum hvernig sem veðrið er.
Þegar ég var að bardúsa í garðinum í dag varð mér hugsað til góðra vina sem gefa ráð út og suður. Það hljóta að vera fleiri en ég sem eiga vini sem gefa ráð, alveg óumbeðið. Ég á vini sem hafa sagt þegar þeir kveðja mig að loknu matarboði ,,endilega hafðu samband næst þegar þú ætlar að halda veislu, ég skal hjálpa þér að skreyta". Ég á líka vini og þegar þeir komu fyrst inn á heimili mitt eftir margra ára vináttu lýstu því hástöfum yfir að það væri ekkert heimili ef það væru ekki lifandi blóm. Árum saman hef ég einungis haft einn kaktus, það er víst annað en lifandi blóm. Ég á líka vinkonur sem hafa boðist til að flikka upp á mig, panta tíma á snyrtistofu, á hárgreiðslustofu og fara með mér svo það væri gert það rétta við mig. Einnig að fara með mér í búðir og hjálpa mér að velja SMART föt. Ég á vinkonu sem segir mér alltaf af og til frá því að það sé ágætis ,,outlet" hér og þar með þokkalega góðum fötum í stórum stærðum. Ekki það að ég hafi nokkru sinni rætt fatamál eða innréttingar heimilis við þetta ágætis fólk. Samt gefur það góð ráð í erg og gríð.
Hvað ætli vinirnir segðu ef ég gæfi þeim góð ráð?
Þegar ég var að bardúsa í garðinum í dag varð mér hugsað til góðra vina sem gefa ráð út og suður. Það hljóta að vera fleiri en ég sem eiga vini sem gefa ráð, alveg óumbeðið. Ég á vini sem hafa sagt þegar þeir kveðja mig að loknu matarboði ,,endilega hafðu samband næst þegar þú ætlar að halda veislu, ég skal hjálpa þér að skreyta". Ég á líka vini og þegar þeir komu fyrst inn á heimili mitt eftir margra ára vináttu lýstu því hástöfum yfir að það væri ekkert heimili ef það væru ekki lifandi blóm. Árum saman hef ég einungis haft einn kaktus, það er víst annað en lifandi blóm. Ég á líka vinkonur sem hafa boðist til að flikka upp á mig, panta tíma á snyrtistofu, á hárgreiðslustofu og fara með mér svo það væri gert það rétta við mig. Einnig að fara með mér í búðir og hjálpa mér að velja SMART föt. Ég á vinkonu sem segir mér alltaf af og til frá því að það sé ágætis ,,outlet" hér og þar með þokkalega góðum fötum í stórum stærðum. Ekki það að ég hafi nokkru sinni rætt fatamál eða innréttingar heimilis við þetta ágætis fólk. Samt gefur það góð ráð í erg og gríð.
Hvað ætli vinirnir segðu ef ég gæfi þeim góð ráð?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home