Umgengni
Hef oft velt umgengni fyrir mér. Er sjálf smámunasöm og hef oft tekið til hendinni. Er nær því alveg hætt því að taka upp það sem aðrir skilja eftir á víðavangi. Hef hreint og beint gefist upp gagnvart yfirgengilegum sóðaskap og slóðahætti samferðamanna minna og samlanda.
Heyrði í útvarpi í gær að Gaddstaðaflatir þar sem besta útihátíðin var haldin væru ruslahaugur. Margir skildu allt eftir. Talað um að það væri engin virðing fyrir eignum (tjöldum og öðrum viðlegubúnaði). Einnig var rætt um umgengni í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem eru þar að skemmta sér eða njóta lífsins á annan hátt skilja allt eftir, þvag, skít, ælu, pappír, gler o.s.frv. Sagt var að Reykjavíkurborg hefði minni getu til að hreinsa upp. Því yrðum við að hugsa lengra en að nefi okkar og taka upp eftir þá sem ekki sinntu almennum umgengnisreglum.
Svo, það er verst að engin virðing er fyrir eignum. Mér þykir verra að það er engin virðing fyrir umhverfi og okkur hinum. Mér er nokkuð sama þó fólki finnist í lagi að henda viðlegubúnaði eða öðru í lok helgar. Mér finnst afleitt að förgun er látin á herðar okkar hinna.
Ég heyrði að foreldrar hefðu haft samband til að reyna að finna búnað afkomendanna. Það er hreint glatað. Þeir sem voru á Gaddstaðaflötum eru uppkomnir, ekki á ábyrgð foreldranna. Það er rangt af foreldrum að taka ábyrgð á afkomendum þegar svo er komið. Ef fullorðið fólk hendir búnaði foreldranna þá er fyrsta regla, borga. Borga í beinhörðu.
Íslenska þjóðin er upp til hópa skríll. Umgengni lýsir innri manni. Þjóðin er skríll. Skrílslæti, ljótur munnsöfnuður, yfirgangssemi og tilætlunarsemi lýsa okkur best.
Er ég hlustaði á útvarpið í gær heyrði ég nokkuð skemmtilegt. Um helgina höfðu verið haldnar ,,margar" útihátíðir. Þessi á Gaddstaðaflögum og svo Eistnaflug! Ef tvær eru margar, hvað eru þá þrjár eða fjórar?
Heyrði í útvarpi í gær að Gaddstaðaflatir þar sem besta útihátíðin var haldin væru ruslahaugur. Margir skildu allt eftir. Talað um að það væri engin virðing fyrir eignum (tjöldum og öðrum viðlegubúnaði). Einnig var rætt um umgengni í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem eru þar að skemmta sér eða njóta lífsins á annan hátt skilja allt eftir, þvag, skít, ælu, pappír, gler o.s.frv. Sagt var að Reykjavíkurborg hefði minni getu til að hreinsa upp. Því yrðum við að hugsa lengra en að nefi okkar og taka upp eftir þá sem ekki sinntu almennum umgengnisreglum.
Svo, það er verst að engin virðing er fyrir eignum. Mér þykir verra að það er engin virðing fyrir umhverfi og okkur hinum. Mér er nokkuð sama þó fólki finnist í lagi að henda viðlegubúnaði eða öðru í lok helgar. Mér finnst afleitt að förgun er látin á herðar okkar hinna.
Ég heyrði að foreldrar hefðu haft samband til að reyna að finna búnað afkomendanna. Það er hreint glatað. Þeir sem voru á Gaddstaðaflötum eru uppkomnir, ekki á ábyrgð foreldranna. Það er rangt af foreldrum að taka ábyrgð á afkomendum þegar svo er komið. Ef fullorðið fólk hendir búnaði foreldranna þá er fyrsta regla, borga. Borga í beinhörðu.
Íslenska þjóðin er upp til hópa skríll. Umgengni lýsir innri manni. Þjóðin er skríll. Skrílslæti, ljótur munnsöfnuður, yfirgangssemi og tilætlunarsemi lýsa okkur best.
Er ég hlustaði á útvarpið í gær heyrði ég nokkuð skemmtilegt. Um helgina höfðu verið haldnar ,,margar" útihátíðir. Þessi á Gaddstaðaflögum og svo Eistnaflug! Ef tvær eru margar, hvað eru þá þrjár eða fjórar?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home