My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, July 11, 2011

Vikan

Komin af stað nýþvegin og ógreidd. Greiði mér helst aldrei, nota fingurna oft á dag, finn stundum flækjur og greiði þá úr þeim í rólegheitum. Hlakka til þegar ég hef kjark til að nota ekkert sjampó. Langar að prófa nokkrar vikur, ekkert sjampó. Held ég þurfi að nota hárnæringu öðru hvoru. Þegar ég fer í sund set ég hárnæringu í á eftir. Finnst hárið annars þorna svakalega, jafnvel þó ég noti sundhettu.

Jamm, ég og sund. Einu sinni átti ég skærbleikan sundbol og glansandi fjólubláa sundhettu. Starfsmenn sundlaugarinnar á Akranesi sögðu að ég myndi ekki týnast í lauginni :) Nú á ég fallega bleiksanseraða sundhettu og dökkan sundbol. Keypti mér nýjan bol um daginn. Var komin með hendurnar á bleikan, rauðan og bláan draum. Simmi rétti mér dökkan bol. Hitt fannst honum lítt fallegt. Það er svo sem auðséð að Simmi sér ekki sama hagræðið og starfsmenn sundlauga. Nú er hætta á að ég týnist í lauginni í Vogum. Hugsið ykkur hvað líkurnar eru miklu meiri en þær þyrftu að vera!

Ég veit vart hvort er verra að Simma finnst betra að ég sé dökkklædd í laug en að Palla hélt að sundhettan mín væri sturtuhetta, víð og skreytt blómum. Ég sem hef notað keppnisútgáfuna í mörg, mörg ár. Viðnámið má ekkert vera þegar ég sting höfðinu í vatnið.

Þar sem ég gaf eftir í sundbol þá keypti ég litríka skó. Rauða og svarta, æðislega góða. Kannski tek ég mynd af þeim og set á vefinn. Ég er hreint og beint glæsileg þegar ég er komin í þá, vek athygli og alles.

Eins og mér þykir gott að fá að vera í friði þá sit ég um öll tækifæri til að vera klædd í liti. Mér líður vel í litum. Mér líður verr þegar ég er litlaus, svartklædd, grá og brún. Beige, brown and boring. Ég er með þá skoðun að svartklætt fólk sé ávallt vel klætt fyrir jarðarfarir en það hljóta að vera fleiri viðburðir sem þarf að mæta á.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home