My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, June 14, 2010

Gat það - fann út úr snjáldursíðunni

Fyrir miðri þessari mynd finndist mér íris ætti að blómstra

Ég er svo tölvulæs. Skrítið en risaeðla eins og ég (eitt sinn hafði ég vélstjórnarréttindi á IBM S34-36 og AS 400) getur kraflað sig fram úr flestu sem ég hef áhuga á og tengist tölvum.

Þó er eitt sem ég virðist vera lengi að ná tökum á. Það er nýi síminn minn. Hann lokar enn á símtöl frá Sigmundi. Ætli ég verði ekki að brjóta odd af oflæti mínu og leita til fagmanna.



Í dag skipti ég um vinnu. Í dag varð ég bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Svo er ég svo heppin að kynnast fullt af nýju fólki. Flestir bæjarfulltrúar eru nýir. Það bætist sífellt í hóp þeirra í Vogunum sem ég kannast við.



Hvernig er það, blómstra írisar yfirleitt bara einu sinni? Haustið 2008 setti ég niður lauka, þeir blómstruðu svo fínt í fyrra. Nú koma bara blöð. Getur verið að laukarnir séu í raun einærir?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home