My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, May 07, 2009

Hreyfing

Varla hægt að segja að veðrið sé yndislegt. Hávaðarok af norðri. Stíf norðan átt á Ströndinni.
Ég hjólaði Ströndina á leið í vinnuna í dag og í gær. Hjólaði Ströndina á leiðinni heim í gær. Mér fannst það erfitt, svo mikill vindur. Er að telja í mig kjark, ætti ég að reyna að hjóla í dag. Verð að minnsta kosti að ganga svo ég komist heim.

Í hádeginu örkuðum við Svanborg af stað. Fórum og skoðuðum Háabjalla. Lítið mál að ganga þangað en meira að kjaga á móti vindi. Ætli við höldum okkur ekki við stígana kringum bæinn á morgun.

Hlakka til næstu viku. Þá verður áttin sunnanstæð. Þá verður auðveldara að fara heim en koma í vinnu.

Ég talaði við mömmu í gær. Hún var í nokkuð góðu formi. Fegin að Lalli var kominn út aftur. Hún vill helst ekki að hann fari frá Hirtshals. Skildist á henni að hún hefði sett hann í bann þar til hún væri öll. Veit ekki hvenær það verður, líkast til ekki í bráð því hún var að láta laga tennurnar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home