Fimm daga vinnuvika
Þá er fimm daga vinnuvika framundan. Mér finnst flestar vikur apríl hafa verið fjögurra daga vinnuvikur. Ég hlakka til styttri vinnuvikna sem eftir eru fram á sumar. Eina ætla ég að nýta og fara norður á Raufarhöfn. Ég hlakka mikið til þeirrar ferðar. Kem við á Kópaskeri og skoða vitann og sýninguna sem verður þar í tengslum við Listahátíð. Auðvitað rennum við einnig við á Sauðárkróki, alla vega verður stoppað í Varmahlíð og staðan tekin fyrir sumarið.
Nú um helgina gerðum við Sigmundur víðreist. Vorum viðstödd þegar Golfklúbbur Vatnsleysustrandar vígði æfingavöll/braut. Fórum og heilsuðum upp á Elsu Unnars og skoðuðum aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra í Þorlákshöfn. Renndum í gegnum Selfoss og upp í Þjórsárdal. Litum við hjá Ingibjörgu á Hunkubökkum. Það er ekki komið mikið úrval í gróðrarstöðvar, ekki enn sem komið er. Vika til hálfur mánuður, þá verður allt á fullu. Ég kaupi líkast til ekki mikið í vor. Einstaka sumarblóm og hugsanlega plöntur sem eiga að þekja moldina. Í ágúst kaupi ég það sem mig langar að hafa þar sem birkið er núna. Verð víst að sjá hvað plássið verður mikið.
Nú um helgina gerðum við Sigmundur víðreist. Vorum viðstödd þegar Golfklúbbur Vatnsleysustrandar vígði æfingavöll/braut. Fórum og heilsuðum upp á Elsu Unnars og skoðuðum aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra í Þorlákshöfn. Renndum í gegnum Selfoss og upp í Þjórsárdal. Litum við hjá Ingibjörgu á Hunkubökkum. Það er ekki komið mikið úrval í gróðrarstöðvar, ekki enn sem komið er. Vika til hálfur mánuður, þá verður allt á fullu. Ég kaupi líkast til ekki mikið í vor. Einstaka sumarblóm og hugsanlega plöntur sem eiga að þekja moldina. Í ágúst kaupi ég það sem mig langar að hafa þar sem birkið er núna. Verð víst að sjá hvað plássið verður mikið.
2 Comments:
Já Enna mín, njóttu þess að hugsa spá og spekúlera fram í tímann en mundu að njóta hvers dags fyrir sig eins og hann er líka. Hlakka til að fá þig í heimsókn. kv.Palla
Ég nýt hvers daga. Hef gaman af að velta gróðri fyrir mér. Er að mestu komin yfir þörf fyrir stofublóm. Yndislegt vorveður, rakt og stillt.
Post a Comment
<< Home