My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, April 08, 2009

Kalk

Undrast oft þegar ég les leiðbeiningar um þrif á hreinlætistækjum. Leiðbeiningar á íslensku um hvernig best er að ná kalki t.d. úr vöskum eða sturtuhausum. Ótrúlegustu galdraefni sérlega gerð til þess að losa um kalk. Í dag kannaði ég úrval hreinsiefna í Húsasmiðjunni (Sigmundur skoðaði á meðan þéttilista). Þar sá ég gott efni til að bera á gler, þá festist kalk síður við rúðurnar. Uhu - eiginlega Uhu lím. Íslenska vatnið er sérlega steinefnalaust. Það er ekki hart eins og t.d. í Danmörk. Hitaveituvatnið er annað mál, það er oft ríkt af ýmsum efnum og eru kísilútfellingar alþekktar. Kísill er ekki kalk. Kalk er ekki kísill.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Kísill er frumefni með efnatáknið Si og er númer fjórtán í lotukerfinu. Fjórgildur málmungur, kísill er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða þess, kolefni. Kísill er annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni sem að samanstendur af 25,7% kísil ef mælt er eftir þyngd. Það finnst í leir, feldspati, kvars og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem að innihalda kísil, súrefni og málma). Kísill er aðaluppistaða glers, sements, postulíns, flestra hálfleiðara, og silíkona (plastefni).

Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3).
Á svæðum þar sem vatn er „hart“ er í verslunum seldur „kalkeyðir,“ veik sýra sem leysir upp kalkið. Slíkur kalkeyðir hefur sést í verslunum hér, en til að leysa upp kísilhrúður gerir hann minna en ekkert gagn.

Svo mörg voru þau orð :)

Ég skrifa ekki um pólitík og rökræði mest við sjálfa mig um hvenær konur fóru að vinna.

Einhvern tíma í vetur las ég umsögn náttúru samtaka (man ekki hvað þau heita) um þá hugmynd að sleppa hreindýrum lausum á Reykjanes. Það voru margir agnúar á því meðal annars sá að Reykjanes er eitt votviðrasamasta svæði landsins og svo er það Brautin. Þau dýr sem lifðu rigninguna af myndu drepast á Brautinni. Svona er nú það, líkast til anda Suðurnesjamenn með tálknum og eru með sundfit. Núna í vikunni las ég Fréttablaðið, kálf um ferðir. Þar var minnst á Reykjanes sem er afar flatt en þó er þar að finna nokkra hóla og jafnvel fjöll. Með greininni var mynd af Keili og sagt að auðvelt væri að ganga upp norðaustanmegin. Nú veit ég ekki hvað þeim sem ritaði greinina finnst í raun vera Reykjanes. Er það Táin, Vatnsleysuströndin eða Keflavík. Rámar í að Reykjanesfjallgarður sé ágætis fjallgarður, verð að skoða það betur um helgina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home