Hvað á að kjósa?
Hvers vegna? Hvers vegna er er sumt fólk gersneytt gróðrargáfu? Dæmi er um að þeir sem hafa alist upp við garðrækt, bæði trjá og matjurta, þekki ekki algengustu tegundir eða viti mun á túlipana og páskalilju. Mér finnst þetta afar skrítið enda hef ég svo gaman að gróðri. Auðvitað á ég líka svona eyður í þekkingu - helstar eru íþróttir (eins og þær leggja sig) og afþreyingarefni í sjónvarpi. Ef ég fer á íþróttaleiki fylgist ég af áhuga með áhorfendum, umgjörð og öllu öðru en því sem er íþróttin sjálf. Enda hef ég engar reglur á hreinu utan þær að í bolta á að skora mark og í hlaupum á að hlaupa í mark. Afþreyingarefni í sjónvarpi nær sjaldan að halda mér marga þætti. Einna helst að Star Trek og fleira í þeim dúr getur það, sérstaklega ef það er vel þýtt. Þá gleymi ég mér í samanburðarfræði þýðinga og við að skoða hvernig framúrstefnulegir þáttagerðarmenn sjá framtíðina fyrir sér. Ef ég trúi því sem ég sé þá verða afar fáir til sem eru af öðrum kynþætti en ég (kákasískum og þá helst arískum). Auðvitað gleður það mig, ef ég lifi lengi þá verða varla til útlendingar nema á öðrum plánetum og þeir verða flestir minni máttar.
Hvað á að kjósa? Hverjum á ég að trúa fyrir atkvæðinu mínu? Hver er framtíðarsýn mín? Hvernig landi vil ég búa í? Fyrir tveimur til þremur árum hefði ég svarað fljótt og örugglega. Nú hefur svo margt breyst. Svo margt sem mér fannst öruggt hefur skekkst á grunninum. Ég efast orðið um fleira en ég gerði (hugsanlega fannst mörgum nóg um). Það sem vefst fyrir mér núna er vantrú á að fólk (Íslendingar) geti í raun tekist á við breytt umhverfi. Ég efast vegna þess að þegar ég sem hef lengst af lifað því sem kallað er gamaldags lífi (tekið slátur, sultað, fyllt frystikistu, ræktað grænmeti, nota helst ekki eldhúsþurrkur og sópa gólf o.s.frv.) stendur ógn af því að minnka innkaup og eyðslu hvernig gengur þá hinum.
Hvað á að kjósa? Hverjum á ég að trúa fyrir atkvæðinu mínu? Hver er framtíðarsýn mín? Hvernig landi vil ég búa í? Fyrir tveimur til þremur árum hefði ég svarað fljótt og örugglega. Nú hefur svo margt breyst. Svo margt sem mér fannst öruggt hefur skekkst á grunninum. Ég efast orðið um fleira en ég gerði (hugsanlega fannst mörgum nóg um). Það sem vefst fyrir mér núna er vantrú á að fólk (Íslendingar) geti í raun tekist á við breytt umhverfi. Ég efast vegna þess að þegar ég sem hef lengst af lifað því sem kallað er gamaldags lífi (tekið slátur, sultað, fyllt frystikistu, ræktað grænmeti, nota helst ekki eldhúsþurrkur og sópa gólf o.s.frv.) stendur ógn af því að minnka innkaup og eyðslu hvernig gengur þá hinum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home