My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, March 23, 2009

Sumarbústaður

Við vorum í sumarbústað um helgina. Spiluðum heilmikið, Trivial á föstudagskvöld og Partý og Co á laugardagskvöld. Mér fannst ég alveg frábær í partíinu, eftirá finnst mér að hinum hafi ekki fundist ég alveg jafn frábær. Við Sigmundur vorum saman. Stundum átti hann að finna út hvað ég væri að gefa í skyn. Honum tókst það sjaldan (aldrei). Það er nokkuð ljóst að hann hugsar ekki eins og ég. Til dæmis hélt hann að ég væri að hugsa um biblíuna þegar ég lýsti Orwell og helstu verkum hans! Einhver gæti sagt að það segði meir um mig en getu Sigmundar.

Ég var út í garði, tók upp megnið af afklippum og barrið sem ég hafði sett yfir laukana. Það er mikið meir af laukplöntum í garðinum en ég mundi eftir :) hugsanlega er minnið farið að gefa sig. Anemónurnar lifðu veturinn af. Töfratréð er ekkert farið að bruma. Hélurifsið er við það að laufgast.
Svo ætti ég að fá mér útsæði. Ég fæ mér holu í Vogunum, alveg klárt. Verð að setja niður kartöflur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home