My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, March 05, 2009

Frost

Nú er frost. Frosti spáð fram í næstu viku. Norðan átt og hraglandi fyrir norðan en bjart og kalt hér syðra.

Hvers vegna ætli ég skrifi um þetta? Líkast til vegna þess að ég er nokkuð stirð í bloggfærslum en hef ákaflega gaman að lífinu :) Ég er að vísu ákaflega fegin að það sé snjór yfir öllu og lítill vindur. Ég vorkenni gróðrinum svo þegar vindur næðir og sólin þurrkar allt. Svo þarf að klára fuglafóðrið. Ekki dugar að eiga fullt af mör með kornmeti í ef fuglarnir éta það ekki.

Um miðja næstu viku förum við út. Ég hlakka til. Um helgina ætla ég að skerpa á þekkingu minni á óperuhúsinu og hlusta á Kátu ekkjuna um leið. Mikið var ég heppin þegar ég keypti upptöku þar sem Elisabeth Schwarzhkopf syngur aðalhlutverkið (stórkostlegt nafn Schwarzhkopf - minnir mig á þegar einn viðskiptavinur trúði ekki að ég héti Eirný og skrifaði bréf til Irmínu).

Alveg rétt. Við erum botnfrosin. Höldum fjórflokkunum á lofti. Heyrði ekki forsendur könnunar sem Capacent Gallup gerði á fylgi flokka til alþingis, sá niðurstöðurnar og kættist lítt.

Eyrun námu þó forvitnilegt atriði. Rætt var við formann XD, formaður XS afþakkaði viðtal. Rætt var við forsætisráðherraefni XS. Efni? EFNI? Er Jóhanna ekki forsætisráðherra Íslands?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home