Almenn viðhorf
Enn einu sinni er Framsókn í ófæru. Ófæru sem hún kom sér sjálf í. Miðstjórnarfundur í dag sem ég komst ekki á. Ég fór á fundinn í febrúar, þá fékk ég á tilfinninguna að flokkurinn væri að deyja, rétt í andarslitrunum. Öll umgjörð, húsnæði, viðurgerningur, fundarmenn, málefni. Allt var með þeim hætti að ljóst var að að fundinum stæði flokkur/samtök/félag er ætti ekki langt líf fyrir höndum. Nú er mér sagt að fundurinn í dag sem haldinn var á Hótel Sögu hafi verið með öðru yfirbragði en þó hafi ræður margra verið minningarræður og fundurinn fram yfir klukkan sjö nálgaðist að vera minningarathöfn.
Ég hef velt ýmsum atriðum fyrir mér
- hver stakk upp á Finni sem formannsefni
- hverjir tóku undir þá uppástungu
- hverjir eru nánustu samstarfsmenn Halldórs Ásgrímssonar og unnu að undirbúningi fléttunnar sem raknaði upp um hvítasunnuna
- hverjir eru traustir heimildarmenn fjölmiðla um málefni Framsóknar en koma þó ekki fram undir nafni
- hvers vegna hættir Halldór ekki á flokksþingi, bæði sem formaður og forsætisráðherra
- hagsmuna hverra var verið að gæta þegar unnið var að því að fá miðstjórn til að velja formann
- hverjir aðrir áttu í raun að víkja með Halldóri nú á miðstjórnarfundinum
Einu hef ég komist að og er það ekki í fyrsta sinn. Það eru ótal margir innan flokksins sem eru tilbúnir að tala við fjölmiðla og segja þeim allt sem gerist, alveg niður í það í hvaða röð fólk fer á snyrtingu á fundum, en þeir hinir sömu vilja vera nafnlausir, andlitslausir slefberar. Þegar ég hef spurt hvers vegna fólki er illa við að koma fram undir nafni og standa fyrir máli sínu þá eru ótrúlega margir hræddir. Hræddir við að fá ekki framgang, hræddir við að vera settir til hliðar, hræddir við hið óþekkta afl sem mörgu virðist ráða. Ég tel alveg víst að það er ekki hægt að stjórna í skjóli hræðslu og nafnleysis nema af því að aðrir heimili það, annað hvort með þögn eða óorðuðu samþykki. Mér þykir lítið til flokks koma þar sem þingmenn og aðrir trúnaðarmenn veltast hver um annan þveran til að koma fram því sem þeir vita, nafnlaust. Ég fyrirlít svona vinnubrögð, ég tek ekki þátt í þeim. Ég vil vera langt frá þeim sem iðka það. Gæti verið að einn mér kær hafi haft rétt fyrir sér er hann sagði, fyrir mörgum árum, að nálægt Framsókn kæmi enginn með kústskafti hvað þá nær.
Ég hef velt ýmsum atriðum fyrir mér
- hver stakk upp á Finni sem formannsefni
- hverjir tóku undir þá uppástungu
- hverjir eru nánustu samstarfsmenn Halldórs Ásgrímssonar og unnu að undirbúningi fléttunnar sem raknaði upp um hvítasunnuna
- hverjir eru traustir heimildarmenn fjölmiðla um málefni Framsóknar en koma þó ekki fram undir nafni
- hvers vegna hættir Halldór ekki á flokksþingi, bæði sem formaður og forsætisráðherra
- hagsmuna hverra var verið að gæta þegar unnið var að því að fá miðstjórn til að velja formann
- hverjir aðrir áttu í raun að víkja með Halldóri nú á miðstjórnarfundinum
Einu hef ég komist að og er það ekki í fyrsta sinn. Það eru ótal margir innan flokksins sem eru tilbúnir að tala við fjölmiðla og segja þeim allt sem gerist, alveg niður í það í hvaða röð fólk fer á snyrtingu á fundum, en þeir hinir sömu vilja vera nafnlausir, andlitslausir slefberar. Þegar ég hef spurt hvers vegna fólki er illa við að koma fram undir nafni og standa fyrir máli sínu þá eru ótrúlega margir hræddir. Hræddir við að fá ekki framgang, hræddir við að vera settir til hliðar, hræddir við hið óþekkta afl sem mörgu virðist ráða. Ég tel alveg víst að það er ekki hægt að stjórna í skjóli hræðslu og nafnleysis nema af því að aðrir heimili það, annað hvort með þögn eða óorðuðu samþykki. Mér þykir lítið til flokks koma þar sem þingmenn og aðrir trúnaðarmenn veltast hver um annan þveran til að koma fram því sem þeir vita, nafnlaust. Ég fyrirlít svona vinnubrögð, ég tek ekki þátt í þeim. Ég vil vera langt frá þeim sem iðka það. Gæti verið að einn mér kær hafi haft rétt fyrir sér er hann sagði, fyrir mörgum árum, að nálægt Framsókn kæmi enginn með kústskafti hvað þá nær.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home