Kvörtun
Sigmundur kvartar. Hann kvartar yfir því að ég bloggi ekki, líkast til telur hann sig ekki vita hvað brýst um í mér nema ég bloggi.
Búin með próf. Það var góð tilfinning. Nú er sumarið framundan og nóg að lesa annað en fræðibækur. Ég hlakka til að lesa Tolkien og fleiri góða doðranta. Draumalandinu er haldið stíft að mér (Sigmundur fékk hana í afmælisgjöf) en ég hef ekki mikinn áhuga. Ég hef svo sjaldan áhuga á því sem er mikið auglýst.
Ég fór á Egilsstaði á föstudaginn. Þar var fundur LFK, á fundinn mættu 30 konur ef ekki fleiri. Hann var góður og málefnalegur. Þarna er ekki barlómur eða allt á niðurleið. Fólk er virkt og hlakkar til að takast á við framtíðina. Konurnar sem ég hitti voru glaðar, glaðar vegna þess að börnin eru á leið austur aftur. Fólk sem nú er komið yfir þrítugt sækir austur aftur. Það fór að heiman um 16 ára aldur, sumir beint suður, aðrir á Eiða eða Egilsstaði og svo suður. Nú er vinna fyrir alla lærða og ólærða.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kössunum þann 27. maí. Spennandi að vita hvort það verður pláss fyrir mig eða ekki. Hvort það verður þörf fyrir mig eða ekki.
Nú sit ég og bíð. Bíð eftir pípulagningamanni. Hann ætlaði að vera kominn um klukkan hálf níu og nú er klukkan rúmlega hálf tíu. Að vísu ætlaði hann að koma í apríl og svo ætlaði hann að koma 10. maí. Hvað er mánuður á milli iðnaðarmanna?
Hvernig er það, getur enginn sem hefur lært iðn sagt okkur hinum frá því hvernig tímanum líður hjá iðnaðarmönnum. Hvaða dagatal þeir nota og hvernig tímamæli. Stundum held ég að það hljóti að vera múhameðstrúarmenn eða búddhistar sem leggja iðn fyrir sig.
Búin með próf. Það var góð tilfinning. Nú er sumarið framundan og nóg að lesa annað en fræðibækur. Ég hlakka til að lesa Tolkien og fleiri góða doðranta. Draumalandinu er haldið stíft að mér (Sigmundur fékk hana í afmælisgjöf) en ég hef ekki mikinn áhuga. Ég hef svo sjaldan áhuga á því sem er mikið auglýst.
Ég fór á Egilsstaði á föstudaginn. Þar var fundur LFK, á fundinn mættu 30 konur ef ekki fleiri. Hann var góður og málefnalegur. Þarna er ekki barlómur eða allt á niðurleið. Fólk er virkt og hlakkar til að takast á við framtíðina. Konurnar sem ég hitti voru glaðar, glaðar vegna þess að börnin eru á leið austur aftur. Fólk sem nú er komið yfir þrítugt sækir austur aftur. Það fór að heiman um 16 ára aldur, sumir beint suður, aðrir á Eiða eða Egilsstaði og svo suður. Nú er vinna fyrir alla lærða og ólærða.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kössunum þann 27. maí. Spennandi að vita hvort það verður pláss fyrir mig eða ekki. Hvort það verður þörf fyrir mig eða ekki.
Nú sit ég og bíð. Bíð eftir pípulagningamanni. Hann ætlaði að vera kominn um klukkan hálf níu og nú er klukkan rúmlega hálf tíu. Að vísu ætlaði hann að koma í apríl og svo ætlaði hann að koma 10. maí. Hvað er mánuður á milli iðnaðarmanna?
Hvernig er það, getur enginn sem hefur lært iðn sagt okkur hinum frá því hvernig tímanum líður hjá iðnaðarmönnum. Hvaða dagatal þeir nota og hvernig tímamæli. Stundum held ég að það hljóti að vera múhameðstrúarmenn eða búddhistar sem leggja iðn fyrir sig.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home