My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, February 20, 2006

Mánudagur

Nú er komið að því að setja baðherbergið í stand. Mig hefur lengi langað til þess. Horft á flísar sem eru byrjaðar að springa og snjáð tæki og alltaf slegið aðgerðum á frest. Hefur lengi grunað að það væri eitthvað að gerast við baðkarið, hélt að sprungur í flísum við enda karsins hleyptu raka niður. Er ég var að dunda mér á ganginum í gær sá ég poka á vegg og er ég potaði í þá var augljóst að það væri raki. Svo Sigmundur byrjaði að brjóta flísar og komast að baðkarinu. Þar er raki, hugsanlega vatnslás sem er að gefa sig.

Ég þarf að koma mér í gír. Finna ástæðu til að fara í búðir og velja flísar, hreinlætistæki og ljós. Svo er að finna iðnaðarmenn. Trésmið, pípara, múrara. Hugsanlega ætti ég að leita upp á Akranes. Sé aðeins til.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home