Fyrsti dagur


Byrjuð að blogga aftur eftir langt hlé og ákvað þá að prufa aðra síðu.
Hef öðru hvoru velt því fyrir mér hverskonar sýniþörf það er að skrifa á netið. Sýna öllum sem ramba á bloggið hvað veltist í fingrum og heila manns.
Svona vorum við systkinin og mamma í sumar er leið (sumarið 2005). Hugsanlega finn ég fleiri myndir en varla af okkur öllum.
Hellti mold yfir haustlaukana í dag. Fannst þeir hafa tekið of mikið mark á hlýindum janúar og vera of líflegir. Kaffærði það sem komið var upp úr moldinni. Rótaði til í dekkjum sem ég rækta kartöflur í . Komst þá að því að blómlaukar eru ekki einu lífverurnar sem láta hlýindi plata sig. Þar voru ánamaðkar í fullu fjöri. Mikið líflegri en á vorin þegar ég pota útsæði niður.
Gerði nokkuð í dag sem ég hef aldrei gert áður. Fór á kosningaskrifstofu annars flokks en Framsóknarflokksins. Hef ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar um næstu helgi. Ætla að kjósa utankjörstaða. Það verður áhugavert að sjá hvort Samfylkingin sé með eins prófkjörsreglur og Framsókn í Reykjavík var með. Þar var allt á frjálslegum nótum enda er Framsókn frjálslegur flokkur sem sækir fylgi til óákveðinna og ungra sem vilja mikið líf og mikið fjör.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home