Framsókn eða öllu heldur gildi tilverunnar
Er í klípu. Líkast til búin að vera lengi í henni en nú æpa óþægindin, þrengslin og ósamkvæmið á mig. Ég er framsóknarmaður (nú eða þá kona ef einhver vill það frekar) og búin að vera það lengi. Eins lengi og ég man. Jafn lengi hef ég verið vinstri sinnaður miðjumaður, félagshyggja stendur mér nær. Ég viðurkenni að ég er ekki hrifin af stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn. Geri mér þó grein fyrir að Framsókn hefur unnið vel að mörgum af sínum málum og náð ýmsu í gegn sem hægt er að vera stoltur af.
Það sem stendur þversum í hálsi mér og gengur ekki niður hversu fast sem ýtt er á eftir, hversu mikið sem skrifað er og rætt í útvarpi og sjónvarpi er hægri sveiflan á sumum þeim sem telja sig vera framtíð flokksins og jafnframt forysta hans. Stóra spurningin er hvort ég geti verið í flokksfélagi þar sem Björn Ingi leiðir lista til borgarstjórnar. Félagi þar sem hann hefur mest um skipan í stjórnir og ráð félags að segja. Flokki þar sem hægri gildum er haldið á lofti. Auðveld leið er að segja sig úr flokknum og vera utanflokka. Hætta að skipta mér af stjórnmálum. En er það hægt? Er nokkuð að því að vera pólitískur? Er verra að vera sinnulaus um þjóðmál en virkur? Er afleitt fyrir flokk að flokksmenn eru ekki allir sammála?
Það sem stendur þversum í hálsi mér og gengur ekki niður hversu fast sem ýtt er á eftir, hversu mikið sem skrifað er og rætt í útvarpi og sjónvarpi er hægri sveiflan á sumum þeim sem telja sig vera framtíð flokksins og jafnframt forysta hans. Stóra spurningin er hvort ég geti verið í flokksfélagi þar sem Björn Ingi leiðir lista til borgarstjórnar. Félagi þar sem hann hefur mest um skipan í stjórnir og ráð félags að segja. Flokki þar sem hægri gildum er haldið á lofti. Auðveld leið er að segja sig úr flokknum og vera utanflokka. Hætta að skipta mér af stjórnmálum. En er það hægt? Er nokkuð að því að vera pólitískur? Er verra að vera sinnulaus um þjóðmál en virkur? Er afleitt fyrir flokk að flokksmenn eru ekki allir sammála?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home