My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Saturday, February 18, 2006

Laugardagur 18. febrúar

Jæja,
Ég verð seint talin glögg á aðgangsorð og lykla. Er ég ætlaði að skrifa smá í vikunni var ég búin að gleyma bæði aðgangi og lykli. Settist svo niður í morgun og ætlaði að muna og prufaði mig áfram. Komst að dálitlu. Ég hef áður bloggað á blogger.com. Auðvitað var það ástæðan fyrir því að notendanafnið mitt gat ekki verið Eirný, var búin að stofna það áður. Þetta er eiginlega hálfu verra en þegar ég bloggaði á raufarhofn.is - ég mundi þó eftir því að ég bloggaði þar en lykilorðið glutraðist oft niður milli blogga sem voru þó allt að fjögur á viku.

Skemmti mér með vinum og fjölskyldu fram á nótt. Vinna snemma í morgun og svo gestir í mat í kvöld. Sé morgundaginn í hillingum. Hann var reyndar í hillingum þegar í gær. Svo er ég hálfhrædd um mánudaginn, ef ég verð svifasein á morgun þá verð ég þreytt á mánudaginn og sá dagur byrjar yfirleitt með bravör. Fundir, fundir og aftur fundir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home