My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, April 17, 2006

Kvíði/vandamál, lúxus eða ekki

Kvíði eða vandamál. Sumir gætu jafnvel sagt að ég væri bara lúxuspíka með tilbúin vandamál.

Ég ætti að fara í tvö próf í maí, annað munnlegt og hitt heimapróf. Það styttra 30 mín og hitt sex klukkustundir. Munnlegt próf í aðferðafræði verkefnastjórnunar og svo dæmisaga um stjórnun og samninga. Þessi próf eru lok á skrítinni yfirferð vetrarins og staðfesting á því að ég geti í raun setið í verkfræðideild og lokið master þaðan að ári.

Síðan í lok mars hef ég lítið lesið og í raun lagt bókunum. Ég var búin að lesa mikið, pæla og hafði gaman að. Svo hitti ég, ásamt fleirum, blessaða kennarana, þeir létu vita að við værum einungis búin að lesa helming efnis og að bréf frá verkfræðideild um hækkun skólagjalda stæðist. Svo töluðu þeir mikið um hvað þeir höfðu barist fyrir að við fengum inni í náminu. Við sem höfðum fengið inntökubréf fyrir ári síðan.

Mér finnst ég standa á krossgötum
- á ég að fara í próf
- á ég að sleppa prófum og þar með næsta vetri
- á ég að pirrast yfir því að kennararnir reyna að gera sig meiri en þeir eru
- á ég að hræðast að reyna að ná fótfestu meðal þeirra nemenda sem hafa verið í reglulegu námi í vetur
- á ég að hætta við master vegna þess að hann verður ca 300 þús dýrari en ég hélt

Ég veit að ég læt þetta pirra mig vegna þess að það er erfitt að vera í fullu námi og fullri vinnu. Ég veit að ég læt þetta pirra mig vegna þess að mér er illa við ef fólk stendur ekki með sjálfu sér. Ég veit að ég læt þetta pirra mig vegna þess að ef ég fer ekki í próf þá er ég búin að fyrirgera rétti að halda áfram næsta vetur.
Ég veit að ég læt þetta pirra mig vegna þess að ef ég hætti núna þá finnst mér að ég sé hætt formlegu námi.

En, Barði kom heim úr páskafríi í dag. Það var reglulega gaman að sjá drenginn aftur þó það væri stutt. Hann fór upp á Bifröst beint eftir mat, skóli byrjar kl. 08.00 í fyrramálið. Vonandi næ ég á hann í síma á morgun svo við getum ákveðið með hitting á laugardag. Á laugardag langar okkur Sigmundi að fara með Sæmundarmenn á Bifröst og sýna þeim staðinn, segja þeim frá liðinni tíð og framtíðaráformum (þar kemur Barði sterkur inn).

Nú skal ég reyna að muna aðgangsorðið og blogga öðru hvoru, ekki með eins löngu millibili og hingað til.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home