My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, March 14, 2006

Tampere

Jæja,
Nú er langt síðan ég hef bloggað. Ekki er það vegna þess að það hefur verið lítið um að vera. Ég er einhvern veginn ekki komin í blogggír en verð að skrifa reglulega til að komast í stuð og svo ég gleymi ekki aðgangsorðinu.

Er nú í Tampera. Reyni að tileinka mér aðferðafræði framsýni. Já, held að ég geti verið eða orðið framsýn. Langar til að vera heima og vera þar sem ekki er töluð tunga sem ég skil ekkert í, matur sem mér finnst góður og þar sem ekki er fleiri stiga frost. Eitt mega Finnar eiga, hér er alger temenning. Alls staðar hægt að fá gott te, te í könnum, te í sigti. Svart te með mjólk. Engin vandræði. Bara te, te og aftur te.

Fór fyrstu ferð í flísabúðir á laugardaginn var. Það gekk vonum framar. Ég gafst ekki upp og fann meira að segja ákjósanlegar flísar. Líkast til hefur það mikið að segja að Sigmundur er þolinmóður og veit hvar þráðurinn er reglulega stuttur hjá mér. Nú er bara að sjá hvort ég geti keypt flísar og fleira innan ekki svo langs tíma.

Fer á morgun heim, í gegnum Köben. Langar til að geta stoppað aðeins í bókabúð og taka ný blöð og hugsanlega eins og eina bók. Svo styttist í alvöru ferð. Gaman að fara með Sigmundi og sitja ekki ein og borða og horfa á lífið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home