My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, May 16, 2006

Baðherbergið komið af stað

Þá er ballið byrjað. Píparar mættu í gær og luku því sem þeir gátu gert í fyrstu umferð. Nú bíð ég eftir trésmið. Ekkert hægt að gera meir fyrr en hann er búinn að setja upp plötur á tvo veggi. Þá kemst flísari að og svo endar á pípara. Auðvitað gleymi ég rafmagni og málningu en það er nokkuð sem Sigmundur mun bjarga undir styrkri stjórn minni.

Fórum í þrjár búðir og skoðuðum ljós í dag. Kaupi þau fljótlega. Þá þarf að athuga hver getur selt mér skápa og borðplötu. Þessu gamni lýkur um mánaðamótin ekki fyrr.

Eyþór Arnalds ók drukkinn. Keyrði á og stakk af. Nú heitir það víst að hann axli ábyrgð fyrst hann ætlar ekki að vera virkur í bæjarstjórn Árborgar á meðan hann tekur út þá refsingu sem honum verður dæmd. Geir Haarde og fleiri segja að Eyþór hafi orðið fyrir því að aka drukkinn, keyra á og stinga af. Orðið fyrir því eins og þegar gangandi vegfarandi lendir fyrir bíl, sá verður fyrir bíl, oftast alsaklaus. Aumingja Eyþór, líkast til má bæta því við að hann hafi orðið fyrir því að drekka áfengi. Furðulegt að málið skuli vera blásið upp á þennan hátt og það þyki fréttnæmt að Eyþór ætli að taka út refsingu.

Sjáið fyrir ykkur þegar Lalli Johns mætir í alla spjallþætti því hann axlar ábyrgð og tekur út refsingu þegar hann næst á flótta. Lalli Johns er að vísu atvinnuafbrotamaður á meðan hinn er atvinnupólitíkus. Báðir á flótta.

Nú er rúm vika síðan ég tók seinna prófið og tvær síðan ég tók það fyrra. Einkunnir eru ekki komnar á vefinn. Furðulegt þar sem annað var munnlegt og hitt skriflegt. Það munnlega fyrr og kennarinn sagði strax daginn eftir að allir hefðu staðist að vísu misvel. Sá sem lagði skriflegt fyrir sendi út tilkynningu um að hann hefði skilað einkunnum af sér föstudaginn 11. maí. Nú er áhugavert að vita hvort það er nemendaskrá sem lætur einkunnir seint inn á vefinn eða hvort kennarar standa sig ekki þó þeir segi annað.+

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eyþór var úti að aka,
verður að svara til saka,
á mikinn aur,
en klessti á staur,
svo framboð sitt dregur til baka

höfundur: "Leifur Djazz" Jónsson

6:34 AM  

Post a Comment

<< Home