Breytingar
Ég er ein af þeim sem vil breytingar. Breytingar á því hvernig landinu er stjórnað. Breytingu á því hvernig við hugsum. Breytingu á því sem nefnt er viðskiptasiðferði.
Þegar ég tek undir kröfu um breytingar þá er ég oft krafin um hvernig ég sjái framtíðina. Má ekki segja ég vil ekki, ég vil ekki. Verð að segja - ég sé fyrir mér, ég vil, æskilegt væri.
Svo rek ég mig á. Oft veit ég hverju ég vil breyta en hef lítt mótaðar hugmyndir hvernig breytingin á að vera. Þá halda þeir sem trúa á fjórflokkana að ég hafi tapað, að ég trúi því að ég og fleiri falli fyrir yfirbragðinu einu saman. Af hverju ætti ég að kjósa XD fyrir það eitt að Björn Bjarnason hættir á þingi? Af hverju ætti ég að kjósa XS fyrir það eitt að Gunnar Svavarsson hættir á þingi?
Ég óttast. Ég óttast það að í raun þá hræðist Íslendingar breytingar þó kallað sé eftir þeim. Við erum svo heimóttarleg, trú því sem við þekkjum og tilbúin að hæðast að því nýja að framboð eins og L-listinn mun eiga erfitt uppdráttar. Hafa fleiri en ég tekið eftir því hve ný framboð eru skotin niður af miklum ákafa? Gerð hlægileg. Sagt líkt og XD menn segja, kverúlantar og utangarðsfólk.
Auðvitað eru það bara kverúlantar og utangarðsmenn sem voga sér að bjóða fram annað en XB, XD, XS svo við tölum nú ekki um Vg (held að það sé XU) og XF.
Er heima í dag. Var veik um helgina. Fór í vinnu í gær, fannst ég í svo fínu formi en líkaminn fylgdi ekki huganum. Hvað var sagt, andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt. Hugurinn var í vinnu í alla nótt.
Þegar ég tek undir kröfu um breytingar þá er ég oft krafin um hvernig ég sjái framtíðina. Má ekki segja ég vil ekki, ég vil ekki. Verð að segja - ég sé fyrir mér, ég vil, æskilegt væri.
Svo rek ég mig á. Oft veit ég hverju ég vil breyta en hef lítt mótaðar hugmyndir hvernig breytingin á að vera. Þá halda þeir sem trúa á fjórflokkana að ég hafi tapað, að ég trúi því að ég og fleiri falli fyrir yfirbragðinu einu saman. Af hverju ætti ég að kjósa XD fyrir það eitt að Björn Bjarnason hættir á þingi? Af hverju ætti ég að kjósa XS fyrir það eitt að Gunnar Svavarsson hættir á þingi?
Ég óttast. Ég óttast það að í raun þá hræðist Íslendingar breytingar þó kallað sé eftir þeim. Við erum svo heimóttarleg, trú því sem við þekkjum og tilbúin að hæðast að því nýja að framboð eins og L-listinn mun eiga erfitt uppdráttar. Hafa fleiri en ég tekið eftir því hve ný framboð eru skotin niður af miklum ákafa? Gerð hlægileg. Sagt líkt og XD menn segja, kverúlantar og utangarðsfólk.
Auðvitað eru það bara kverúlantar og utangarðsmenn sem voga sér að bjóða fram annað en XB, XD, XS svo við tölum nú ekki um Vg (held að það sé XU) og XF.
Er heima í dag. Var veik um helgina. Fór í vinnu í gær, fannst ég í svo fínu formi en líkaminn fylgdi ekki huganum. Hvað var sagt, andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt. Hugurinn var í vinnu í alla nótt.
1 Comments:
Allavega þær breytingar að alþingismenn eigi að gæta fyllsta siðgæðis í öllu framferði og viðskiptum. Það veit ég að þú vilt.
Post a Comment
<< Home