My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Saturday, February 28, 2009

Ómur fortíðar

Það er margt skrítið í kýrhausnum og þá sérstaklega þegar pólitík er annars vegar (er hún kannski ekki yfir öllu og allt um kring?).

Í gegnum árin hefur orðum Jóhönnu, minn dagur mun koma, verið haldið á lofti. Jón Baldvin fór af þingi er Alþýðuflokkurinn var orðinn jafn lítill og við lok viðreisnar. Jóhanna hélt áfram. Jón Baldvin flæktist um heiminn sem sendiherra, komst að lokum á aldur og varð nokkurs konar ,,grand old man" um ýmis málefni, hugsanlega eins og vera ber. Jóhanna varð ráðherra svo forsætisráðherra. Hver reis þá upp, vildi endurnýjun, nýtt blóð! Hver nema sá gamli, sá sem nær hafði nær því gengið af flokk dauðum. Hvaða blóð er nýtt í þeim skrokki? Hvaða fruma er ný í þeim heila?

Mér finnst óþarfi af fólki sem búið er með sinn skammt af völdum og áhrifum að ætla okkur hinum að kjósa það. Mér finnst óþarfi að geta einungis valið á milli úreltra lista, úreltra flokka og úreltra manna. Mér finnst skandall, hreinn skandall, að með ógildum atkvæðum séu auð atkvæði. Það er mikil yfirlýsing að skila auðu. Það er ekki hægt að segja það skýrar að ekkert framboð sé þess verðugt að fá atkvæðið. Það á lítt sameiginlegt með ógildu atkvæði.
´
Bloggið heitir ómur fortíðar þar sem mér finnst enn einu sinni að lítið sé hugsað um kjósendur.
Auðvitað á ekki að hugsa um kjósendur, kjósendur eiga að hugsa um sig sjálfir og hafna öllum framboðum og ómi fortíðar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home