My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, February 27, 2009

Stór sigur eða læðist vorið nær

Mér finnst svo bjart á morgnana, það liggur við að ég geti ekki opnað augun af hræðslu við ofbirtu. Í morgun þegar ég kom fram og sá hvíta glugga bera við snjóinn þá gladdist ég. Það er bara á útmánuðum sem birtan er svona falleg, sem snjórinn gerir allt bjart og platar fuglana til að syngja.

Í byrjun árs hafði ég áhyggjur af haustlaukunum og setti greinar af jólatré yfir og mold þar yfir. Nú eru laukarnir farnir að stinga upp kollinum í gegnum hrúguna. Hvenær ætti ég að taka greinarnar af? Ætti ég að geyma þær þar til vorið hefur endanlega gengið í garð? Ég er svo heppin að þurfa ekki að taka endanlega afstöðu fyrr en eftir miðjan mars, jafnvel ekki fyrr en eftir 22. mars. Kaupmannahöfn 12.-15. mars þar sem við ætlum að njóta lífsins og fara í óperuna. Helgina þar á eftir förum við í bústað með Barða og Boggu. Svo fer að koma að vorverkunum. Taka girðinguna niður, taka eitthvað af birkinu, setja upp skjólvegg. Að því loknu fer ég til Ingibjargar Sigmunds og kaupi það sem mig vantar.

Hefl litla löngun til að skrifa um pólitík. Hef skoðun á stjórnmálum, lítið breyst að því leyti. Finnst annað skemmtilegra þessa dagana t.d. að venja mig af að nota en, bara og ekki (þarf að finna út hvernig ég set broskarla inn) . :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home