My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, February 23, 2009

Tímaskekkja

Skrifaði í gær að það hefði tekið mig tvö ár að finna aðgangsorðið að blogginu. Reiknaði aftur í nótt. Það tók mig þrjú ár og svo allt í einu bingó, aðgangsorðið var þarna, ég mundi meira að segja hvaða netfang ég hafði skráð fyrir blogginu. Ótrúlegt en satt, ég get gleymt hlutum sem öðrum finnst ógleymanlegir.

Fórum og dönsuðum í gærkvöldi. Þriðja kvöldið af fjögurra kvölda dansnámskeiði. Við Sigmundur fórum fyrir nokkrum árum og höfum ekkert haldið því við, líkast til fórum við haustið 2006. Nú segist Sigmundur vera tilbúinn að fara aftur haustið 2010 eða vorið 2011. Ég tel að því fylgi að ekkert verði dansað á milli. Hugsið ykkur ef þið færuð og lærðuð kínversku og notuðu hana aldrei nema þegar þið væruð á námskeiði á tveggja ára fresti. Til hvers að læra kínverskuna? Ég legg kínversku og dans að jöfnu, það er jafnlangt í dans og tónmál.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home