My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, April 02, 2009

Eterinn

Ég gleymdi að skrifa um Eterinn. Leikverk/gjörningur/uppistand sem er flutt á Smíðaverkstæðinu fram í maí. Við Sigmundur fórum, vá hvað við Sigmundur förum mikið, og hlustuðum, hugsuðum og horfðum. Þetta er einleikur eða einræða um allt og ekkert. Við komum dauðþreytt inn en fórum endurnærð út. Við höfum nokkrum sinnum minnst á verkið, það snerti mig, kom heilasellunum á hreyfingu (já, Palla, það þarf að örva heilasellurnar mínar af og til).

Í kvöld förum við og sjáum Þrettándakvöld. Ég hlakka til, förum svo í te/kaffi til Guðrúnar á eftir. Helgin verður með ágætum. Byrjum að mála eldhúsið og forst0funa í Hvassaleitinu en hvílum okkur að mestu. Ef veðrið verður eins og í dag þá verður hvíldin úti, úti á göngu og í sundi.

Veðrið í dag er hreint frábært, hlýtt og rakt og ekki svo mikill vindur. Í gær var aftur á móti hvasst enda tókum við girðinguna niður og fórum með hana í Sorpu. Við tókum hana þannig niður að ég spurði Sigmund hvernig ég gæti hjálpað honum og svo hoppaði ég í kring og hélt á mér hita. Eftir það hjálpaði ég honum að koma bílnum ósködduðum í Sorpu með því að hafa áhyggjur af því að bandið sem hélt afturhurðinni myndi bresta. Stundum tekur á að vera meðhjálpari :)

Girðingin sem var lítil og gisin og skýldi lítið er farin. Ég hélt alltaf að hún gerði ekkert gagn. Nú finnst mér garðurinn galopinn, ekkert sem rammar hann af nema trén. Þegar ég stend á stéttinni er ég út á Bústaðavegi eða suður á Álftanesi, gersamlega óvarin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home