Mannhæð
Ég hef áttað mig á því hvað mannhæð er eða réttara sagt hvað hún er ekki.
Palla systir mín sagði mér montin að tré sem hún hafði gróðursett væri orðið mannhæðarhátt. Heilinn framkallaði mynd af tré sem stóð við húsið hennar og náði upp að þaki (húsið er hæð og kjallari). Svo sagði Palla að tréð væri orðið jafnhátt henni.
Jaaaa, heilinn fór í vörn. Palla er meðalkona á hæð. Hvernig gat þetta staðist? Auðvitað sagði ég ekki orð heldur samgladdist henni. Nú er ég búin að ganga um og skoða tré og umhverfi þeirra. Ég er búin að átta mig á því að mannhæðarhá tré ná ekki upp að mæni reisulegra einbýlishúsa. Ég er búin að átta mig á því að Palla systir mín er mannhæðarhá. Hvað gæti hún svo sem verið annað? Ég bara spyr.
Aftur á móti er ég búin að gleðjast á göngunni. Það er fullt af fallegum trjám í Vogunum. Þau eru ekki veðurbarin og vindsorfin, eitt og eitt er það enda eru Vogarnir afar eðlilegt samfélag. Ég sá sírenu sem er við það að laufgast, rósir með þrútin brum og ösp sem er öll að koma til. Birkið lætur ekki plata sig og er á tíma. Ég heyri í fuglum, sé fugla og hlakka til sumarsins. Heyrði í lóunni í dag. Hlustaði eftir hrossagauk. Ég hef gaman af að velta fyrir mér hvar ég heyri í fyrsta hrossagauk sumarsins.
Eitt af því sem mér finnst vorlegt er eggjahljóð í bjöllunni. Það lærði ég um 1973, að hlusta eftir bjöllunni á vorin. Ég reyndi að rifja upp í dag hvað mér hafði fundist vorlegt þegar ég var krakki því bjallan er lærð hlustun. Ætli það hafi verið þegar berin komu undan snjónum eða þegar hárið fraus ekki á leið heim úr sundi? Svei mér, ég man ekki hvað mér fannst vorlegt þegar ég var krakki. Ætli ég hafi haft skoðun á því aðra en ber og hár :)
Palla systir mín sagði mér montin að tré sem hún hafði gróðursett væri orðið mannhæðarhátt. Heilinn framkallaði mynd af tré sem stóð við húsið hennar og náði upp að þaki (húsið er hæð og kjallari). Svo sagði Palla að tréð væri orðið jafnhátt henni.
Jaaaa, heilinn fór í vörn. Palla er meðalkona á hæð. Hvernig gat þetta staðist? Auðvitað sagði ég ekki orð heldur samgladdist henni. Nú er ég búin að ganga um og skoða tré og umhverfi þeirra. Ég er búin að átta mig á því að mannhæðarhá tré ná ekki upp að mæni reisulegra einbýlishúsa. Ég er búin að átta mig á því að Palla systir mín er mannhæðarhá. Hvað gæti hún svo sem verið annað? Ég bara spyr.
Aftur á móti er ég búin að gleðjast á göngunni. Það er fullt af fallegum trjám í Vogunum. Þau eru ekki veðurbarin og vindsorfin, eitt og eitt er það enda eru Vogarnir afar eðlilegt samfélag. Ég sá sírenu sem er við það að laufgast, rósir með þrútin brum og ösp sem er öll að koma til. Birkið lætur ekki plata sig og er á tíma. Ég heyri í fuglum, sé fugla og hlakka til sumarsins. Heyrði í lóunni í dag. Hlustaði eftir hrossagauk. Ég hef gaman af að velta fyrir mér hvar ég heyri í fyrsta hrossagauk sumarsins.
Eitt af því sem mér finnst vorlegt er eggjahljóð í bjöllunni. Það lærði ég um 1973, að hlusta eftir bjöllunni á vorin. Ég reyndi að rifja upp í dag hvað mér hafði fundist vorlegt þegar ég var krakki því bjallan er lærð hlustun. Ætli það hafi verið þegar berin komu undan snjónum eða þegar hárið fraus ekki á leið heim úr sundi? Svei mér, ég man ekki hvað mér fannst vorlegt þegar ég var krakki. Ætli ég hafi haft skoðun á því aðra en ber og hár :)
2 Comments:
Þvílík mannhæð sem þú hefur haft í huga :). Ég man vel hvað var vor í mínum huga, það var þegar maður sat í skólastofunni og horfði á sólina skína á fótboltavellinum á meðan það var að verða ólíft af mollu inni við borðin. Þess vegna skil ég alltaf nemendur sem eru óþolinmóðir gagnvart kennurum og samnemendum í apríl, mai. Kv. Palla
Finnst þér ekki? Ég hef líkast til hugsað um eitthvað allt annað en menn þegar ég hef séð skrifað mannhæðarhá tré hvað þá heyrt orðið. Þegar ég var í barnaskóla hugsaði ég meira um að lifa af en að komast út. Ef ég kom í skólann þá vildi ég hvorki sjást ekki eða heyrast.
Post a Comment
<< Home