My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, April 09, 2009

Bækur

Fyrir nokkrum dögum skráði ég á fésið hverjar uppáhaldsbækur mínar væru. Ég skráði bækur sem hafa fylgt mér lengi. Laxdælu, Veröld sem var og ævisögu Marie Curie. Ég las fyrst Veröld sem var þegar ég var barn. Hef lesið hana hvað eftir annað síðan. Missti af henni um tíma en fann hana í kilju fyrir nokkrum árum. Laxdæla fer með mér um heiminn. Það er gott að lesa hana í flugvélum og á strönd. Ég get lesið hana aftur og aftur, sé sífellt eitthvað nýtt í henni og man sjaldnast ættartengslin á milli lestra. Ævisaga Marie Curie er eins og ævintýrabók. Sýnir hvað er hægt þó kjörin séu kröpp og aðstæður ekki upp á hið besta. Líkast til þarf ég að lesa hana fljótlega. Núna dettur mér í hug að þó mér hafi fundist Marie hafa búið við þröng kjör þá gæti hún ávallt hafa verið sólarmegin í lífinu.

Auk þessara þriggja bóka eru þrjár aðrar sem hafa fylgt mér í gegnum súrt og sætt í fjölda ára. Treg í taumi, Kvennaklósetið og Allt fyrir hreinlætið. Þessar bækur les ég öðru hvoru, handleik eða hugsa til. Ótrúlegt sem ég get náð í kraft við að hafa lesið þær. Þetta eru bækur sem höfða til mín. Þær slá allar á sama streng í mér, kvenmanninn, femínistann, jafnréttissinnann.

Dagurinn var góður, kvöldið er með ágætum. Viss um að það sem eftir lifir helgarinnar verður ágætt.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ó já, alveg man ég hvað Kvennaklosettið var ótrúlega mikil opinberun þegar ég sat við hana. Bókstaflega gat ekki sleppt henni og (hún var á sænsku) man enn bæði söguþráð í stórum dráttum og fullt af orðum sem ég lærði í sænskunni. Alltaf þegar ég sé þau eða heyri dettur mér Kvennaklósettið í hug.
Þessi um Marie Curie vekur forvitni mína. Þarf að athuga hvort hún sé til á íslensku eða dönsku. Ha det bra. Kv. Palla

7:02 AM  
Blogger Eirný Vals said...

Marie Curie er til á íslensku. Kvennaklósetið var og er opinberun.
Jeg har det mycket bra.

9:17 AM  

Post a Comment

<< Home